Mótmælendur eru mínir fulltrúar, Sólrún.

Ég hvet þá sem eru sömu skoðunar að tjá  sig á blogginu. Þetta var fyrirséð aðgerð og ábyrgð stjórnvalda var að sjá til þess að hún færi vel fram.
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er y í ábyrgð.

Að öðru leiti er þetta ekki svaravert hjá þér

Hallur Magnússon, 31.12.2008 kl. 15:01

2 identicon

Svo fengum við bara Bubba unplugged í framhaldi. Hefði ekki verið þjóðinni til heilla að við hefðum fengið Halldór Ásgríms unplugged frekar?

HLF (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:02

3 identicon

ég er ekki sammála þessu, það hljóta allir að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum, ekki hægt að benda á aðra!

Lilja Helgadóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:03

4 identicon

þetta er pakk

kristinn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:03

5 identicon

Ég má semsagt ekki tjá mig hér ....

Jón E (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:03

6 identicon

Ertu snar fávitinn þinn?  (þetta er mín skoðun... leyfðu mér að mótmæla). 

Það er ekki á ábyrgð stjórnvalda að halda þessum vitleysingum innan marka... vonandi slasast þeir illa á þessu.  Það á að nota táragas undantekningarlaust á svona ólýð og stinga þessu fólki í steininn!  Ertu að bíða eftir að þessar 300 hræður skemmi bílinn þinn, hús og ógni fjölskyldu þinni?!!  Ég vann mér ekkert inn til þessarar heiftar og á heimtingu á að menn láti sjónvarpsefni sem ég borga fyrir í friði... hvað þá eiginir og búnað!

Farðu aftur í holuna sem þú skreiðst upp úr ómennið þitt!

P.s.: ábyrgð er með "y" vitleysingur.

Freyr Traustason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mótmæli sem slík eru góðra gjalda verð. En þegar skemmdir eru unnar horfir málið öðruvísi við.

Þar sem þetta voru þínir fulltrúar, borgar þú skemmdirnar vænti ég, þar sem þú hefur gert réttlæti og bræðralag að einkunnarorðum þínum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2008 kl. 15:05

8 identicon

það er y í leyti í þessari merkingu sauðurinn þinn

sammála (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:06

9 identicon

Fávitarnir Íslands hafa greinilega safnast saman á moggablogginu.

Dud (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:09

10 identicon

Það er bara hiti í mö nönnum:)

Að sjálfsögðu er svona framkoma óásættanleg því þetta spillir fyrir því að við fáum að hlusta á aumar afsakanir og lygar um ástæður bankahrunsins og hvað þessir ágætu stjórnarherrar séu að gera eða réttara sagt gera ekki.
Ég hef yfirleitt alltaf stutt við mótmælendur þrátt fyrir róttækar aðgerðir eins og í seðlabankanum um daginn og víðar en þarna fannst mér þeir fara yfir strikið.

Hins vegar eru asnar hérna inni eins og Freyr Traustason sem vælir og skælir þegar sjónvarpsefnið er tekið af honum og stór orð og hörð.
Mótmælti hann afrekum útrásarburgeisanaa og bankalýðsins sem olli okkur ómældu tjóni til framtíðar. Mér er spurn?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:09

11 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Hef leiðrétt þetta Hallur, en er z í gaz. Þið framsóknarmenn megið þó þakka fyrir að útsending var rofin, Valgerður var komin út í horn og í raun aumkunarverð.

Rúnar Sveinbjörnsson, 31.12.2008 kl. 15:10

12 identicon

Mér líkar ekki skoðanir þínir og skrif Rúnar.

Er í lagi að ég komi heim til þín og brjóti aðeins og bramli?

Kalli (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:10

13 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, vel sagt Freyr.

Rúnar þú þarft virkilega að hugsa þinn gang ef þú lítur á þessa hálfvita sem þína forsvarsmenn.

P.S. Ertu viss um að þú sért Íslendingur....?

Anna (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:12

14 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þeir, sem lýsa yfir stuðningi við aðgerðir lögreglu eru um leið að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina, útrásarvikingana, afleiðingar kreppunnar og óbreytt ástand. Mótmælin munu magnast upp á næsta ári ef ríkisstjórnin heldur áfram á þeirri braut sem hún er á. Eftir því sem mótmælin magnast upp og lögreglan beitir harkalegri aðgerðum munu skemmdir á tækjum eða mannvirkjum ekki vera helstu áhyggjuefnin. Ég lýsi yfir fullum stuðningi við málstað mótmælenda.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 15:14

15 identicon

Það er alveg bráðfyndið að sjá að þeir sem væla hvað sárast undan mótmælendum og kvarta undan málefnaskorti þeirra skuli sjálfir grípa til barnalegra uppnefna og gífuryrða án raka.  Myndi það ekki á ágætri íslensku kallast að kasta steinum úr glerhúsi?

Ég hef ekki haft mig frammi í mótmælum til þessa þar sem ég hef verið upptekinn við að reyna að halda vinnu minni... nú er þeirri baráttu formlega lokið og get ég því snúið mér heilshugar að mótmælum því ég get gleymt því að fá atvinnu í náinni framtíð á þessu landi.  Ef ráðamenn hundsa vilja þjóðarinnar þá gengur þjóðin bara lengra til að ná eyrum þeirra...

Áfram Ísland og áfram mótmælendur!

Atvinnulaus (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:15

16 identicon

Nú er nóg komið af athyglissjúkum vitleysingum sem hafa ekkert gagnlegt til málanna að leggja.

Væntanlega myndir þú ekki halda því fram að ábyrgðin sæti hjá þér ef einhver myndi brjótast inn hjá þér og leggja allt í rúst þó svo að einhver hefði hringt í þig rétt áður og varað þig við?

Á hinn bóginn datt þér í hug að skrifa þessa færslu þ.a. hvað veit maður...

tommi (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:21

17 identicon

Of gróft, en var ekki vitað fyrir, að eitthvað í þessa átt mundi gerast. Við hverju bjuggust menn. Var annars einhver ástæða til að vera með eitthvert kryddsýldarpatý. Allt að því ósmekklegt finnst mér. Hafði sjálf ekki áhuga  eða var í skapi til sjá eða hlusta á fjálglegar umræður og glasaglamur þessa fólks. 

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:26

18 identicon

Sæll Rúnar, ég er fullkomlega sammála þér. Ég hef verið að hlusta á Rúv eftir að Kryddsíldinni lauk og það eru engar fréttir um það hverjir voru á Austurvelli. Það var viðtal við Hörð lögreglumann þar, en engar upplýsingar um hvað gerðist á Austurvelli. Það segir okkur aðeins að fjölmiðlar standa sig ekki og Stöð tvö er fjölmiðill sem er samsekur í blekkingunni, enda eigendurnir þátttakendur og þátturinn var studdur af Rio tinto, þeir hafa nú ekki orð á sér fyrir lýðræðisást.

Því miður á þetta eftir að magnast ef ekki verða stjórnarslit og fólk fær tækifæri til að búast til kosninga.

Þorsteinn Ólafsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:40

19 identicon

Til hamingju Björgvin Rúnar Leifsson með það að eiga einhver þau alheimskustu ummæli sem nokkur hefur látið frá sér varðandi kreppuna okkar og alla hennar fylgifiska. 

Íslendingar hafa oft séð það svart, svartara en staðan er í dag meira að segja.  Hingað til hafa forfeður mínir og ykkar allra komist í gegnum allar raunir með dugnaði og seiglu.  Íslenska víkingablóðið er greinilega orðið útþynnt, í sumum sauðahúsum allavega.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:00

20 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég þakka athugasemdir.

Þó verð ég að segja að Gunnlaugur nokkur, sem gæti þess vegna heitið Geir, ætti að skammast sín. Það að Íslenska þjóðin varð nánast útdauð úr hungri og vosbúð, þýðir ekki að við séum merkilegri en aðrir. Ef það teldist til afreka að ræna og nauðga, þá eru víkingar vissulega merkilegir.

Getur einhver sagt mér hver þessi Gunnlaugur er.

Rúnar Sveinbjörnsson, 31.12.2008 kl. 16:23

21 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Gunnlaugur. Nákvæmlega HVAÐ er heimskulegt við ummæli mín?

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 16:53

22 identicon

Thja - mér þykja menn vera að fara á taugum. Það er líka voða vont að vera rígbundinn í fjötrum hugarfarsins.

Sigurður Atlason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:52

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Rúnar þú ert flottur.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll þau gömlu ekki síst þau eldgömlu.

Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband