Hverju er Jón Baldvin að mótmæla?

Hverju er Jón Baldvin að mótmæla, sem er guðfaðir þeirrar peningastefnu, sem leiddi til þessa hörmunga. Þegar Jón Baldvin var spurður um EES samningin í fréttum hér um árið, sagði hann að Íslendingar hefðu fengið allt fyrir ekkert. "Allt fyrir ekkert" var gjaldþrot Íslands. Ákvæðið um að íslenska þjóðin bæri ábirgð á íslenskum bankafyrirtækjum erlendis var í EES samningum.  Ekki man ég hvort lögin um frjálst flæði fjármagns var í samningum þessum en þó man ég að það var flokksbróðir Jóns Baldvins, Jón Sigurðsson og hans helsti ráðgjafi á þessum tíma, sem flutti það.

Að sjálfsögðu á Jón að hafa vit á að skammast sín.


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Pólitískt nef Jóns nær ekki lengra, hann sér atburðina ekki fyrir. Ég held að hann vilji vel kallinn, og það færi betur ef fleiri horfðust í augu við veruleikann!.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 25.10.2008 kl. 18:04

2 identicon

Mjög góð spurning.Mjög góð.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:10

3 identicon

Þakka góða ábendingu. 

Þeir fengu allt en við fengum ekkert. Þannig ber að skilja þetta.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef menn hefðu nú farið að ráðum Jóns og gengið í ESB í stað þess að gera hróp að honum væri staða okkar miklu bærilegri en er.

EES var mikilvægt skref en á okkar ábyrgð að útfæra umferðareglurnar um þá hraðbraut og forma umferðareftilit og lögreglu.

DO vildi hinsvegar hvorki umferðareglur né löggæslu.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.10.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvar ætli baráttuandi félaga okkar í VG-forustunni haldi sig þessa dagana Rúnar?

Jóhannes Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það var ódýrt bragð af feðginunum Jóni og Kolfinnu, að kljúfa mótmælahreyfinguna með því að blása til annarra mótmæla og dreifa misvísandi upplýsingum um fundartímann. Fjölda fólks dreif að á Austurvöll skömmu fyrir kl. 16 því það hafði skilið það þannig, að fundinum kl. 15 hefði verið breytt í göngu kl. 16. Þau boðuðu gönguna upp á sitt einsdæmi og vildu ekkert vita af Herði Torfa eða mótmælunum sem hann boðaði, ekkert vita og ekkert samstarf eiga. Það orkar mjög tvímælis.

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband