,,Óbærilegt og standist ekki í réttarríki"

Á vef RÚV Segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður m.a: .,,að ekki sé heimild í lögum fyrir handtöku á þessum forsendum. Það sjái það hver maður hversu hættulegt það væri að heimila stjórnvöldum, lögreglu eða dómsmálaráðuneyti, slíkar aðferðir því þá gætu þau margskipt refsingum og hagað því þannig að hinn seki vissi aldrei hvenær hann gæti búist við refsingu og hvenær hann yrði settur inn. Slíkt sé óbærilegt og standist ekki í réttarríki." Sjá Hér
mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Yfirlýsing Innheimtumiðstöð sekta er röng

Ragnar Aðalsteinsson löglærður stjórnarandstæðingur hefur rétt fyrir ser í þessu máli sem nær öllum öðrum málum. 

 Yfirlýsing sem Innheimtumiðstöð sekta sendi út er röng eða í besta falli mjög villandi. 

Hún tekur ekki fram 71. grein laga nr. 49/2005  en sú grein á við í þessu tilfelli

Hún er þannig

 71. gr. Vararefsing.
Nú telur lögreglustjóri að innheimtuaðgerðir séu þýðingarlausar eða fullreyndar og skal hann þá ákveða að vararefsingu verði beitt. Að höfðu samráði við fangelsismálastofnun skal sektarþola send tilkynning um fyrirhugaða afplánun vararefsingar. Tilkynningu skal senda með sannanlegum hætti.

 Samkvæmt tilkynningunni hefur ekki verið fullreynt samkv. 71. gr lagana hvort innheimtuaðgerðir séu þýðingarlausar með því að hafa samband við manninn.

Þá hefur honum ekki verið send tilkynning með sannarlegum hætti samanber sömu grein.

Niðurstaðan er því að lögregla og yfirvöld hafa farið offari í þessu máli og ekki hefur verið sýnt fram á að það hafi ekki verið gert með ráðnum hug gagnvart þessum pilti. Nefnd dagsetning á tilkynningunni er ósönnuð og líklega diktuð til að afvegaleiða almenning. 

Kjósandi, 23.11.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það sem við getum verið þakklát fyrir hann Ragnar Aðalsteinsson. Alltaf stendur hann vaktina.

María Kristjánsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband