Tímasetning skelfileg fyrir flokkinn, hvað með fólkið?

Þeir hafa ekki miklar áhyggjur af mútuþægni Flokksins þingmenn hans, samkvæmt þessari frétt. Heldur er það tímasetning fréttarinnar. Þeir vita sem er að eftir nokkra mánuði eru kjósendur búnir að gleyma. Gleymskan staðfestist í skoðanakönnun sem birt er í dag, en þar eru flokkarnir sem stóðu vaktina í ríkistjórnunum, og mótuðu þá efnahagsstefnu sem leiddi til hrunsins með mær 70% fylgi. Það eru Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking.
mbl.is „Það logar allt stafnanna á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hinir flokkarnir eru bara að reyna fá fólk til að hugsa um annað enn vanhæfni núverandi ríkisstjórnar.

Hvað er bjóða upp margar íbúðir og henda fólki á götuna samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað eru margir búnir að missa vinnuna samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað eiga margir eftir að tapa fyrirtækjum sínum samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað eru margir búnir að tapa sparifé sínu samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað eru margir búnir að tapa Hlutabréfum og Stofnfárbréfum samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað þurfa margar kynslóðir íslendingum til að borga skuldir gerðar samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað hafa mörg fyrirtæki tapað peningum í gjaldeyrisviðskiftum samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað er búið að eyðileggja mikið af fasteignum keyptum af bönkunum erlendis

samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað er búið að skemma Baug peningamaskínuna mikið samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað er búið að eyðileggja mikið trúleika íslenskt fjármálakerfis samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað á að bulla mikið um Evruna án þess að tala um hundruð milljarða sem þarf að borga árlega ofl samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar

Hvað á þjóðinn að gjalda vegna lélegrar ríkisstjórnar

það þarf að hreinsa út á alþingi .. Fá bara nýtt fólk inn ekki útbrunnið eða ofmenntað

með enga starfsreynslu..

zippo (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Eitthvað ertu zippo, að rugla saman ríkisstjórnum, en öllu gríni fylgir þó alvara. Við sem litla menntun hlutu, munum þó eftir ævintýrinu af Nýju fötum keisarans. Þar var það barnið sem benti á að keisarinn væri nakinn. Við eigum ekki að borga skuldir auðvaldsins, það er fullfært um að greiða það sjálft. Ég lít á starf núverandi stjórnar sem skyndihjálp, nokkurskonar hjartahnoð. Það er svo undir okkur komið hvernig þjóðfélagi við viljum koma á. Alþingi götunnar gegnir þar miklu hlutverki.

Rúnar Sveinbjörnsson, 9.4.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband