Stöð tvö ber líka ábyrgð.

Ég geri ráð fyrir að frétta- og yfirmenn Stöðvarinnar hljóti að hafa vitað um fyrirhuguð mótmæli á gamlársdag. Allavega voru þær auglýstar á bloggsíðum og víðar. Ég held að Stöðin hafi viljað "fæting" þ.e. krassandi sjónvarpsefni í beinni. Þeir réðu hins vegar ekki við atburðarrásina því fór sem fór.

Auðvita hefðu þeir átt að flytja þáttinn annað ef þeir hefðu viljað tryggja öryggi starfsmann og tækja.


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Rúnar: sammála þér, staðsetningin, tímin, ástandið í þjóðmálunum, allt var eins og pöntun á vandræðum, og fór úr böndunum eins og allir vita. Gleðilegt ár og tak fyrir öll þessi liðnu. kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 2.1.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég veit fyrir víst að það kom upp í ca tvær mínútur umræða um að flytja þáttinn. En það var allt og sumt.. svona er ómetanleg auglýsing fyrir Stöð 2 og þeir vonuðust eftir hasar

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 17:53

3 identicon

Merkileg skoðun hér, flýja fyrir skríl. Nei, sem betur fer var það ekki gert og verður vonandi aldrei. Herða þarf aðgerðir lögreglunnar, þegar svona aðgerðir standa yfir, hnífar, blys og grjót. Setja þetta pakk í steininn og sekta vel.

Sá ógrímuklæddi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

(Ó)grímuklæddi, segðu okkur hvað þú heitir og hvar þú átt heima. Einhverstaðar verður lögreglan að byrja, samkvæmt þínum kokkabókum. Eru fasistar og rasistar ekki góð byrjun. Eða eigum við að fangelsa þá sem rænt var af og láta þjófana ganga lausa?

Rúnar Sveinbjörnsson, 2.1.2009 kl. 19:35

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var skondin uppákoma einkum og sérílagi þessir "virðulegu" borgarar sem létu hendur skipta.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband