TÍMAMÓT- VERKAFÓLK GREIÐIR SJÁLFU SÉR LAUNAHÆKKANIR

 Eftirfarandi pistil skrifaði ég á heimasíðu Ögmundar Jónassonar.
Ég hafði velt því fyrir mér að hætta bloggi eða færa mig annað vegna auglýsinga á síðunni sem fóru ótrúlega mikið í mínar fínu taugar. Í dag er hægt að kaupa sig frá auglýsingabölinu á sanngjörnu verði og þakka ég mbl.is frelsið.

,,Í  ný undirrituðum kjarasamningum ASÍ og SA virðist verkafólk greiða sér sjálft launahækkanirnar. Það er þannig gert að laun hækka  um 18- 21 þús. Af því borgar verkalýðurinn staðgreiðsluskatt ca. 7500kr.  sem svo er notaður til að borga niður skattalækkun atvinnurekenda um 17%. þ.e. frá 18% í 15%, sem tekur gildi strax.
Skattalækkun með lækkun persónufrádráttar að upphæð tvö þúsund kemur svo til lýðsins að ári. Afgangurinn af samningunum er svo greiddur með litlu broti af kosningaloforðum.
Er nema von að menn kætist? Verkalýðurinn borgar sér sjálfur og tekur auk þess atvinnurekendur á bakið. Það er svo sem ekkert nýtt. Nema hvað íslenskir atvinnurekendur eru orðnir heldur þyngri í seinni tíð - hafa hlaðið mikið á sig. Ekki beinlínis réttlátt að láglaunafólk þurfi að burðast með þá. Kannski hefðu þeir haft gott af því að ganga sjálfir? Það hefði verið góð tilbreyting."
Rúnar Sveinbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hlakkaði ekki svo lítið í Krisjáni nokkrum Gunnarssyni starfsgreinaformanni þegar hann kvaðst hlakka til að leggja nýgerða kjarasamninga ,,fyrir sitt fólk" (,,mitt fólk" er algengt orðbragð sjálfumglaðra en innihaldslítilla verkalýðsfélagarekenda).

Satt að segja finnt mér að Krisjáni verkalýðshetju úr Keflavík væri nær að skammast sín fyrir þessa samninga því ég efast stórlega um að þeir nái að bæta upp raunverulega skerðingu síðustu ára hjá þeim sem búið hafa við strípuð taxtalaun eða eitthvað þar rétt fyrir ofan, hvað þá að tilhlökkunartilefni byltingarforingjans af Suðurnesjum nægi láglaunafólki til framfærslu.

Samspil hægrikratahjarðarinnar í verkalýðsforustunni, avinnurekenda og ríkisstjórnarinnar er svo kapítuli útaf fyrir sig. Og fyrst að Sjálfstæðismenn og atvinnurekendur eru eins gífurlega ánægir með kjarasamningana, hvervegna ættu hægrikratarnir ekki að vera það líka?

Jóhannes Ragnarsson, 21.2.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Þakka þér Jóhannes.

Ég hvet verkafólk að lesa samningin því þar eru nokkrar gildrur t.d.

,,Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til launa í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma."

Rúnar Sveinbjörnsson, 22.2.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband