Fólk rekið út af heimilum sínum.

Þegar fólk er rekið út af heimilum sínum heitir það í Mogganum og viðar "landnemabyggðir stækkaðar". Framferði Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum er glæpur gegn mannkyni. Andstaða Bandaríkjamanna er bara í orði.


mbl.is Landnemabyggðir stækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Agalegt helvíti...

Ólafur Þórðarson, 6.9.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er óþolandi!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.9.2009 kl. 20:55

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Rúnar: Svo eru men hissa á að ekkert gangi að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna, landnemar Ísraelar haga sér eins og Evrópumen gerðu í Ameríku gagnvart innfæddum, og gera reyndar en í Ástralíu, sorglegt að slíkt skuli en vera að gerast á þessari litlu jörð okkar.

Magnús Jónsson, 6.9.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Já, maður á ekki orð. Þetta er að gerast 70 árum eftir upphaf seinni heimstyrjaldar. Þetta fréttamyndband er tekið eftir heimkomu Nethanaju frá Bandaríkjunum, þar sem hann sagði að heimurinn yrði að viðurkenna Ísrael sem "Jewish state". Ekki hafa heyrst mótmæli úr þeirri átt, enda þögn sama og samþykki.

Athugið, Ísraelríki byggir tilverurétt sinn á stuðningi Bandaríkjanna. 

Rúnar Sveinbjörnsson, 6.9.2009 kl. 22:59

5 identicon

Þetta er enn ein sönnuni á því sem ég hef spáð í mörg ár, þ.e. að ísraelsmenn munu með góðu eða illu hrekja alla Palestínumenn út úr Palestínu og Gaza og þenja út sitt ríki á kostnað Palestínumanna. Hvert eiga Palestínumenn að fara???? Ísraelsmönnum finnst það bara alls ekki sitt vandamál. Þetta kalla ég þjóðernishreinsanir og ekkert annað og alveg furðulegt að Evrópumenn skuli ekki STRAX slíta öllu stjórnmála og efnahagssambandi við þetta öfgaríki.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Þorvaldur: Ástæðan fyrir hví Evrópulönd gera ekkert er einföld, Ísraelar eru að gera það sem Evrópumen hafa alltaf gert, koma sér fyrir og reka síðan alla burt með vopnavaldi, Evrópu útþenslustefna síðastliðinna 600 ára eða svo.

Magnús Jónsson, 6.9.2009 kl. 23:34

7 identicon

Góður punktur hjá þér Magnús, verst að þetta mun bitna aðallega á saklausu fólki eins og í gegnum aldirnar.

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:42

8 identicon

Það má nú bæta við Magnús að Ísraelar eru að beyta sömu aðferðafræði og nasistarnir gerðu gangnvart gyðingum á sínum tíma.
Maður spyr sig hvort að þeir muni þá starta útrýmingarbúðum líka.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:48

9 Smámynd: Magnús Jónsson

Þorvaldur: Mesta hættan fyrir botni miðjarðarhafsins í dag er sú að múslímskir öfgamen, komist yfir kjarnorkuvopn, þá mun margt saklaust fólk líða fyrir gerðir fárra, því hermdarþorsta Giðinga virðast fá takmörk sett, þessar aðgerðir þeirra að reka Palestínumen út úr eigin húsum eru olía á eldinn þarna, og hatrið logar glatt fyrir ekki á það bætandi, við getum gert okkur í hugarlund hvernig við sjálf mundum bregðast við slíku.

Jón Ingi: Saga Útrýmingarbúðana, má aldrei gleymast né verða endurtekinn. 

Magnús Jónsson, 7.9.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband