Ekkert nýtt, Marx og Engels sáu þetta fyrir 150 árum!

Fyrir rúmum 150 árum og tveim heimstyrjöldum og eilífum styrjöldum síðan, skrifuðu Marx og Engels:

“Borgarastéttin getur ekki lifað nema hún gerbreytti framleiðslutækjunum án afláts, þess vegna breytir hún jafnframt framleiðsluháttunum, og um leið breytir hún öllum högum og háttum mannfélagsins. Það var lífsskilyrði allra iðjustétta fyrri alda, að framleiðsluskipulagið héldist óhaggað. En öld borgarastéttarinnar er mörkuð þrotlausum gerbreytingum á framleiðslu, látlausu róti á öllum þjóðfélagsháttum, eilífu öryggisleysi og umskiptum. Allir gamlir og grónir lífshættir liða undir lok ásamt fornhelgum hugmyndum og lífsskoðunum, sem eru þeirra fylgifé. Allir nýskapaðir lífshættir ganga úr sér áður en þeir verða fullharðnaðir, allar lögstéttir hverfa, öll verandi gengur fyrir ætternisstapa, öllum helgum dómum er spilt, og loks, eiga mennirnir sér ekki annars úrkosti en að hvessa algáð augu á lífsstöðu sína alla og samskipti.”

1847 Kommúnistaávarpið

 


mbl.is Svartsýni á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það hefur nú komið bab í bát á leiðinni hingað og dómsdags spámenn fyrri alda hafa ekki enn haft rétt fyrir sér. kreppan sem við köllum núverandi ástand er svipuð eðlis og 2000 vandinn hérna fyrir nokkrum árum. hún er æst upp og mikluð í sjónvarpi og æsifréttamennsku. þetta er niðursveifla og stöðnun og mun ekki verða nærri því eins áhrifa mikil og heimskreppan 1929. maður spyr sig afhverju gerðist ekkert þá?

Fannar frá Rifi, 7.3.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég er ekki viss um að ég skili þig, en "2000 vandinn" var auglýsingarbrella sem tölvurisarnir græddu biljarða á. Heimskreppan sem varð 80 árum eftir ritun Kommúnistaávarpsins var "leyst" með heimstyrjöld. "En öld borgarastéttarinnar er mörkuð þrotlausum gerbreytingum á framleiðslu, látlausu róti á öllum þjóðfélagsháttum, eilífu öryggisleysi og umskiptum." Er eitthvað rangt við þetta.

Menn mega ekki rugla saman svo kölluðum "kommúnistum" sem stjórna sem  fasistar, eins og þeir í Kína og okkur sem berjumst fyrir jafnrétti.

Annað Kommúnistaávarpið er ávísum á farsæla framtíð ekki dómdagsspá.  

Rúnar Sveinbjörnsson, 7.3.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Guðjón oft er gott a kynna sér málin og og tengja þau tíðaranda og almennu ástandi. Marx og Engels gerðu ekki ráð fyrir byltingu í Rússlandi. Hinsvegar vonuðust þeir eftir byltingu í þróuðum löndum þess tíma.

page { size: 21cm 29.7cm; margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->

Þetta var stefna kommúnista og sósíalista um 1850:

“Í þeim löndum, sem lengst eru komin í þróuninni, mun yfirleitt vera hægt að beita þeim ráðstöfunum, sem nú skulu taldar:

  1. Eignanám á lóðum og lendum, en jarðrentan falli til þræla ríkisins.

  2. Háir og stighækkandi skattar.

  3. Afnám erfðaréttarins.

  4. Eignir allra flóttamanna og uppreisnarmanna verði gerðar upptækar.

  5. Stofna skal þjóðbanka með ríkisfjármagni og algeru einkaleyfi til seðlaútgáfa og sameina þannig fjármála- starfsemina í höndum ríkisins.

  6. Flutningakerfið skal sameinað í höndum ríkisins.

  7. Fjölga skal þjóðarverksmiðjum og framleiðslutækjum, rækta lönd og græða eftir sameiginlegri áætlun.

  8. Jöfn vinnuskylda allra þegna. Mynda skal vinnusveitir iðnlærðra manna, einkum handa landbúnaði.

  9. Sameina rekstur akuryrkju og iðnaðar og vinna að því, að mismunur á borgum og sveitum hverfi smám saman

  10. Opinbert og ókeypis uppeldi allra barna. Afnám barnavinnu í verksmiðjum i þeirri mynd, sem hún nú tíðkast”.

Kommúnistaávarpið Marx, Engels

 



Rúnar Sveinbjörnsson, 8.3.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þessi kafli þeirra Félaganna um ráðleysi borgarastéttanna og viðbrögðin aldeilis makalaus snilld!

Mér sýnist margt benda til þess í dag að hið örsmáa íslenska hagkerfi verði fyrsta hagkerfið sem sannar fánýti kapitalismans.

Reyndar er það ótrúlegt að á tíma upplýsinga og akademisks lærdóms í stjórnmálafræðum skuli ennþá vera fræðimenn sem trúa því að þjóðríki verði stjórnað með kennisetningum!

Ég hef lengi haft grun um að heimska aukist með lærdómi ef nemandinn lokast inni í fræðunum.

Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 00:35

5 identicon

Markaðir hafa gegnum aldirnar alltaf sveiflast upp og niður og þeir munu halda áfram að gera það í framtíðinni, það er eðli þeirra. Það er hreint magnað að menn nota svona fréttir til að réttlæta hugmyndafræði sem hefur marítrekað sýnt sig vera mjög óskynsamleg í meginatriðum og þessar "ráðstafanir" Marx og Engels illa úthugsaðar af sögulegri reynslu.

Varðandi eignarnám á þjóðum og lendum þá var það einmitt praktiserað í gömlu Sovétríkjunum og öllum kommúnistaríkjum og reyndist vægast sagt mjög illa. Það er einmitt grundvallarmisskilningur sósialista að halda að vald yfir eignum og misnotkun á því hverfi ef eignir eru í sameign, það sem gerist er að valdið flyst einungis til, og í kommúnistaríkjunum var það flokkselítan sem í praxís stjórnaði landinu eins og hún ætti það með hörmulegum afleiðingum. Þær eru óteljandi hungursneyðarnar sem voru vegna svona aðgerða í Sovétríkjunum og Kína þar sem tugmiljónir dóu úr hungri vegna vannýtingar og vanstýringar á jarðnæði ríkjana, en þessar hungursneyðar voru reyndar alltaf þaggaðar niður af valdselítunni.

Varðandi skattheimtu þá er grundvallaratriði í skattheimtu að skattar séu hófsamir, annars einfaldlega virkar kerfið letjandi eða fólk einfaldlega fer framhjá því, þannig að stighækkandi skattar hafa almennt séð reynst mjög illa.

Sameiginlegar miðstýrðar áætlanir reyndust líka mjög illa, eins og sýndi sig í "áætlanabúskaps" kerfi kommúnistaríkjanna. Það sem gerist í slíku kerfi að spillingin verður gífurleg vegna þess að völdin þjappast kringum miðstýringuna. Eginn hefur hagsmuni af að drífa hlutina áfram vegna þess að það uppker engin neitt af því að leggja sig fram, nema topparnir í flokkselítunni. Óskilvirknin verður hrikaleg og kemur svo niður á þegnum landsins.

Flestir aðrir puntar þarna verða að horfast út frá augum manns sem skrifar á 19. öldinni í allt öðru þjóðfélagsástandi og eiga í aðalatriðum ekki við lengur í nútímanum.

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: proletariat

Það er eingin spurning að með þeim aðferðum sem Marx notaði var hægt að sjá fyrir stöðuna eins og hún er núna.  En það getur maður ekki fengið út úr Kommúnistaávarpinu, heldur þarf að grafa dýpra og öðlast skilnig á das capital.

Kommúnistaávarpið er um margt áhugaverð, það sendur aftur á móti ekki undir sér eitt enda var það ekki hugmyndin með því, hinsvegar er hin íslenska þýðing hörumung, og það má seigja að sé úr takt við hina upprunalegu meiningu.  Aðeins það að þýða bourgeois sem borgarastétt og proletariat sem öreiga finnst mér grófleg rangfærsla, jafnvel á þeim tíma sem það er þýtt.  í dag getur þessi þýðing aðeins ollið misklingi.  Það er hinsvegar spurning hvort hægt sé að þýða þessi orð á íslensku almenilega.  Í dag mundi bourgeois vera væntanlega þýtt sem fjármagnseigandi og proletariat sem vaxtaþræll.  Báðar þessar þýðingar eru mjög fastar í tíma og samfélags ástandi, og þar af leiðandi gætu verið rangar að ári eða hundrað.  ég gæti ef ég nenni farið dýpra inn í þetta á blogginu mínu ef það er einhver áhugi fyrir því.

Mér finnst áhugavert hinsvegar hversu lítill hugmyndafræðilegur munur er á vinnu Karl Marx og Adam Smith þegar grannt er skoðað.  Einnig finnst mér áhugavert að skoða stjórnarskrá bandaríkjanna eins og hún var skrifuð upprunalega og bera saman við verk þessara meistara og eining að kíkja á samfélags mynd "cheerokee nation".

proletariat, 8.3.2008 kl. 01:46

7 Smámynd: proletariat

ég veit ekki afhverju kerfið póstaði færslunni allt í einu.  ég var hvorki búinn að skrifa það sem ég ætlaði né fara yfir stafsetningu. en ég held áfram.

Mér finnst í kjarnanum að Adam og Karl hafi verið samála um meira heldur en ekki.  Einnig má færa rök fyrir því að báðir hafi litið á samfélags mynd cheerokee sem innblástur fyrir hugmyndir sýnar, þó óneitanlega hafi Karl gert rannsóknir á fleiri samfélögum víðar um heiminn sem sjá má  í "The Originof the Family, Private Propertyand the State". 

Samanburður á þessum bókmenntum væri áhugaverður, hinsvegar er það ekki lítill vinna.  Það væri gaman að vita ef einhverjir hafa áhuga á þessu?

proletariat, 8.3.2008 kl. 02:09

8 Smámynd: proletariat

Tryggvi, "Markaðir hafa gegnum aldirnar alltaf sveiflast upp og niður og þeir munu halda áfram að gera það í framtíðinni, það er eðli þeirra."

Það væri gott ef þú skilgreindir hvað það er sem þú meinar, þeir markaðir sem eru að sveflast hafa ekki verið til í gegum aldirnar heldur eru tiltölulega nýjir.  Jafnvel sumir bannaðir af trúarlegum eða siðferðislegum ástæðum mikklu lengur heldur en að þeir hafi verið til. 

Það sem átti sér stað í gamla sovét hafði mjög lítið með kommúnisma að gera nema bara nafnið.  Ég efa ekki að Lenín hafði að einhverju leiti góðan ásetning, hinsvegar tel ég að hugmyndafræðilegur grunnur hans hafi verið mjög veikur.  Það er ekki að ósekju að talað er um marx-leninism.  Grundvallar brot Leníns á hugmyndum Marx er væntanlega hugmynd um "Centralized democracy" þessi hugmynd er í sjálfu sér "oxymoron" og brýtur, grundvallar hugmyndir Marx.  Það sem á eftir kom var harmleikur enda var Lenín mjög stutt við völd þar sem hann dó um aldur fram.
Sovét kerfinu hefur verið lýst sem ríkisreknum kapítalisma eða verra.

Að tala um að kerfi sem eru eða voru við líði í Sovét, Kína, Norður Kóreu eða annarstaðar, sem kerfi sem Karl Marx lýsti er í besta falli misskilningur og í versta falli hrein lýgi.

proletariat, 8.3.2008 kl. 02:48

9 identicon

Hvað meinast með fullyrðingunni "Það er eingin spurning að með þeim aðferðum sem Marx notaði var hægt að sjá fyrir stöðuna eins og hún er núna"? Var ekki grundvallarboðskapur Marx að allt ætti að enda í einhverjum stéttaátökum sem ætti að valda endalokum kapítalismans. Þetta er eitthvað sem hefur einmitt sýnt sig vera vitleysa og dregið stórlega úr mikilvægi stétta og stéttarfélaga eftir því sem þjóðir þróast áfram á næsta stig eftir iðnvæðingu og komast yfir í þjónustuhagkerfið.


Menn verða að átta sig á því að við lifum líklega á þeim allra bestu tímum sem nokkurntíma hafa verið og líklega hefur aldrei gerst að eins margir búi við velmegun og nú almennt séð í heiminum, þannig að smá niðursveifla á mörkuðum breytir litlu. Nú er einmitt í gangi stórkostleg iðnvæðing í Kína og Suðaustur-Asíu þar sem er í gangi nákvæmlega sama þróun og var í Evrópu á þeim tíma sem Marx var uppi með sínar kenningar og er að skila því að fjölmargir Asíubúar eru farnir að geta lifað við svipaða velmegun og Evrópubúar á 20. öld og fer sífellt fjölgandi. Þessi þróun er einmitt drifin áfram af kapítalistunum sem Marx var svo hrifinn af :)


Annars skil ég lítið hvað þú ert að fara proletariat með að halda því fram að Marx hafi verið sammála Smith. Á annan bóginn erum við með hugmyndir Adams um framboð og eftirspurn, meritocracy, hina ósýnilegu hönd og "self regulating" markaði og á hinn bóginn sameignarstefnu, sameiginlegar áætlanir og þjóðnýtingu á eignum hjá Karl?

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 02:49

10 identicon

Aðeins til að svara aftur proletariat þá er ég að tala um markaði almennt, ekki nákvæmlega Nasdaq eða NYSE. Markaðir eru ekki bara hlutabréfamarkaðir. Markaðir hafa verið til í aldir, og t.d. er frægt dæmi um "bólumyndun" á markaði á túlipanamarkaði í Amsterdam á 17. öld. sem svo fylgdi mikið verðfall í kjölfarið svo dæmi sé tekið (Sjá http://www.stock-market-crash.net/tulip-mania.htm). Þannig að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Ég var bara að vísa í að allir markaðir sem versla með vörur hafa þann eiginleika að verð á vörunum sveiflast þar sem ytri aðstæður verða þess valdandi að keyra upp framboð og eftirspurn eftir aðstæðum.

Þessi orðræða um að Sovétríkin hafi ekki verið kommúnismi er klassísk og er ekkert annað en afneitun. Sovétríkin keyrðu undir sameignarstefnu á öllum eignum sem er að sjálfsögðu kommúnismi, vissulega var þar einræði sem er umdeilanlegt hvort Marx hafi boðað fyrir, en einræði er eitthvað sem leiðir af sjálfu sér af sameignarstefnu vegna þess að völdin á eignunum verða að vera miðstýrð og safnast á fáar hendur og endar í höndunum á einum einræðisherra.

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 03:01

11 Smámynd: proletariat

Tryggvi, til að vera alveg heiðarlegur þá þarf maður ekki kenningar Marx til að skilja afhverju staða markaða er einsvog hún er.  Það einasta sem maður þarf, er skilningur á að "exchange value" vex ekki á trjánum.  Ég nota viljandi ekki „peninga“ þarna, sem hægt verður að fara út í senna afhverju.  Hinsvegar fer Karl mjög ítarlega í þetta í bókinni das capital.  Bókin fer mjög fræðilega í skilgreiningar á hlutum svosem "exchange value" og "use value" og þess háttar.  Þessar kenningar skilgreina það sem ég vil kalla aðdráttar afl markaðarins.  Eða einsog Adam Smith kallar það "hin ósýnilega hönd".  Kannski Karl hafi skilgreint hina ósýnilegu hönd.  Þar sem markaðir stýrast að miklu leiti að öðru heldur en staðreyndum til skamms tíma er litið, þetta breytist þegar að til langs tíma er litið, heldur af hughrifum.  Þar af leiðir að þegar þjóðfélag lifir um efni fram, líkt og flest vestræn þjóðfélög hafa gert undanfarin ár þá verður auðvelt að álikta að markaðurinn fari niður, einasta spurningin er hvenær. Mér finnst áhugavert að þú skulir nota orð sem allra bestu tímum.  Mankynssagan hefur alltaf verið skrifuð á allra bestu tímum, ástæða þess er að við þróumst áfram ekki aftur á bak.  Hins vegar þýða þessi orð mjög lítið og ef maður skoðar þau þá verða þau að engu.  Hvaða mælikvarða ætlar þú að nota?  Ef þú tækir biskup frá miðöldum gæti verið að hann yrði ósammála þér af því að þú viðurkennir ekki að jörðin er flött.
Þegar að maður lítur á skilgreiningar á hvað okkur þykkir gott í dag, hvað stendur eftir? 
Það sem stendur eftir er frelsi.  Erum við frjálsari heldur en við vorum?  Mér finnst um margt að frelsi okkar hafi hnignað síðan á 19. öld.  Noam Chomski hefur líst þessu vel og ég ætla ekki að bæta miklu við.  Hins vegar þá finnst mér að sá aukni skilningur á hegðun okkar hefur mest verið nýttur til að stýra hugsunarfari okkar og láta okkur kaupa hluti eða bull.  Alveg frá því að Gustave Le Bon skrifaði góðar lýsingar á hvernig væri hægt að stýra samtíðinni hefur sú aðferð verið reynd til að stjórna hvernig við hugsum skipulega.  Fyrsta tilraun sem ég þekki þar sem tekist hefur að mata heila þjóð er í Þýskalandi á millistríðsárunum.   Sá raunveruleiki sem við búum við í dag er dapur, miðað við þau hugmyndafræðilegu völ sem við stóðum frami fyrir á 19 öld, í rauninni þá getum við valið um tómatsósu gerð í dag ekki hvaða mat við viljum borða.
Förum aðeins inní þessa samlíkingu.  Það sem ég á við er að það er búið að velja réttinn sem við ætlum að borða fyrir okkur, við megum velja hvaða tómatsósu við viljum hafa á réttinum, við vitum að tómatsósa er óholl, við vitum líka að aðalrétturinn er óhollur, það eru pulsur í matinn.  Við veljum samt, af því að við höfum val, og við veljum okkar uppáhalds tómatsósu. 
Myndi það hafa mikil áhrif á matinn hvaða tómatsósu við veljum? 
Færum þetta upp á stjórnmál á Íslandi.  Hvaða val er í boði þegar kemur að kosningum?  Í raun ekkert, það er eingin flokkur sem sker síg úr, þeir virðast allir vera einhverskonar miðju moð án þess að jaðraðir séu skilgreindir.  Að velja einn framar öðrum er líkt og að velja eina gerð tómatsósu  framar annarri á pulsu.

Síðasta málsgreininn er ég ekki að skilja, Marx talar um sanngjörn viðskipti, nokkuð vel skilgreind.  Það væri kannski við hæfi að lesa eitthvað annað en það dogma sem Mogginn bíður upp á? 

Það er orðið of seint til að halda áfram.  Ef þú hefur áhuga sendu mér línu á mitt blogg og við getum haldir áfram þar.

 

 

proletariat, 8.3.2008 kl. 04:48

12 Smámynd: proletariat

Um fall á túlípana markaði þá væri hægt að segja eitt, og taka auðveldu leiðina og segja að þetta sé öðruvísi markaður hinsvegar ef ég man rétt þá voru túlípanar notaðir sem gjaldeyrir á þessum tíma.  offramleiðsla á gjaldmiðli getur bara endað í falli gjaldmiðilsins.  Þetta er akkúrat staðann sem við erum í.  Höfum við lært eitthvað?

proletariat, 8.3.2008 kl. 05:00

13 identicon

Farðu nú rólega proletariat í að ásaka mig um að aðhyllast eitthvað dogma, ég veit alveg hvað ég er að tala um og rökstyð það með dæmum og tilvísunum. Mér sýnist þú hins vegar vera blindaður að dogma blindra heittrúaðra kommúnista með því að tala á þeim nótum að Lenin hafi verið góði gæinn og svo kom "vondi Stalín og eyðilaggði allt". Ef þú lest þig til um Lenin þá byrjaði hryllingurinn nánast daginn sem hann tók við völdum 1917 og hann hefði líklega þróast út í að vera sami grimdarseggur hefði hann haft aldur til að spillast meira af völdum. Það þarf ekkert að leita lengra en á wikipedia og sjá tilvitnanir í Lenin, hann talar t.d. um "open and systematic mass terror" eigi að vera beitt á "óvini" ríkisins og byltingarinnar, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Vladimir_Lenin, http://en.wikipedia.org/wiki/Red_Terror, http://en.wikipedia.org/wiki/Lenin%27s_Hanging_Order.


Ég trúi í alvörunni ekki að við séum að rökræða um að ástandið í heiminum sé betra í dag en á 19. öld á nánast öllum mælikvörðum. Ef við tökum t.d. Ísland sem dæmi (og sama á reyndar við um alla Norður Evrópu) að hér var skelfilega erfitt að lifa á 19. öld eins og menn vita, þannig að það er tómt mál að tala um 19. öldina í einhverri nostalgíu rómantík. Sennilega fimmtungur Íslensku þjóðarinnar flutti til vesturheims vegna hungursneyða. Sama má segja um mörg önnur lönd eins og Írland og Svíþjóð þar sem milljónir fluttu líka vegna hungursneyða til vesturheims. Vissulega hefur sumu frelsi farið aftur síðan á 19. öld á sumum sviðum en það á aðallega við um efnahagslegt frelsi og einstaklingsfrelsi sem misvitrir pólitíkusar hafa skert og sett um endalaus lög og reglugerðir einmitt í anda kenninga sósialista og Marx!


Til að svara þessari klassísku sósialísku klisju um "hið illa neysluþjóðfélag" þá er þetta bara eins og með lýðræðið sem er "hið skásta kerfi sem við höfum komið okkur upp hingaðtil".

Nútíminn snýst vissulega um neyslu og að fólk kaupi hluti en það er einfaldlega þannig sem kerfið virkar og er vélin sem heldur öllu gangandi. En málið er bara að virðisaukinn sem fylgir þessu öllu er gífulegur og sífellt fleiri fá með þessu móti færi á að vinna við hluti sem áður fyrr þótti "lúxus", vegna þess að fólk hefur í dag tíma og peninga í að eyða í hluti sem áður fyrr var ekki hægt í sjálfsþurtarbúskap 19. aldar. Líttu á í dag alla þá sem vinna við það sem þeir raunverulega hafa áhuga og ástríðu á við að vinna: tónlistarmenn, íþróttamenn, myndlistamenn, vísindamenn, rithöfundar, eða hvert það fólk sem vinnur í hinum vaxandi "skapandi atvinnugreinum" sem nákvæmlega iðnvæðingin og kapítalisminn er búin að búa til með endalsausri verðmætasköpun sinni. Allar þessar starfsgreinar voru í besta falli í mýflugumynd miðað við í dag á 19. öld og fyrr eða einfaldlega ekki til.


"Frelsi" snýst náttúrulega um að hver geti gert það sem hann hefur löngun til að gera. Í dag hefur aldrei verið eins mikið frelsi til að framkvæma hvað það sem mönnum dettur í að taka sér fyrir hendur. Í dag er ekkert tiltökumál að fara í nám, ferðast eða gerast sinn eigin atvinnurekandi fyrir hvern þann sem hefur dug og þor til. Allt þetta var svo sannarlega ekki gengið að fyrir daga iðnvæðingarinnar.

Málið er einfaldlega að iðnvæðinging og neysluþjóðfélagið í kjölfarið hefur leitt af sér óteljandi framfarir. Auðvitað er allt afstætt og í sumra augum eru sumar framfarir ekki framfarir, en ég þori að fullyrða það að engir nema brjálæðingar myndu vilja kasta iðnvæðingunni og fara aftur til sjálfþurftarbúskapar fyrri alda.


Marx hafði ýmsar pælingar um verðmætasköpun sem höfðu við rök að styðjast en málið er að þar liggur ekki kjarninn í boðskap hans. Kjarninn í boðskap Marx snýst um "arðrán" verkamanna, stéttaátök, og þar af leiðandi endalok kapítalismans, og hversu "skynsamlegt" sé að gera byltingu til að koma á einræði "öreiganna" þar sem eignir eru í þjóðnýttri sameign alls lýðsins. Allar þessar grundvallar kenningar og spádómar hafa svo sannarlega reynst sögulega algjör þvæla og það er þar sem hann slær sjálfan sig út af borðinu og ég heyri að menn vilja ekki rökræða vegna þess að menn átta sig flestir á að þessar kenningar allar standa á mjög þunnum ís.


Það er auðveld afsökun að tala um að túlipanaæðið í Hollandi á 17. öld hafi orðið vegna þess að það hafi verið "öðruvísi" markaður. Þessi bólumyndun sem lýsti sér þarna hefur oft komið fyrir á öðrum tímum og öðrum mörkuðum sem sýnir að þeir lúta sömu lögmálum. Taka má mörg dæmi af föllum á hlutabréfamörkuðum, 1929 hrunið á Wall Street er náttúrulega frægast og hafði mestar afleiðingar í för með sér. Svo eru önnur dæmi úr fortíðinni eins og hrun 1987 og 2000 og líklega má sjá margar hliðstæður við hrunið 2000/2001 við það sem er að gerast í dag.

Tryggvi (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 14:57

14 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég þakka þeim sem ritað hafa undir þessari athugasemd minni um vandræðaganginn á Wall Street, sérstaklega málefnalega umræðu án skætings og sleggjudóma.

Ég nota gjarnan tilvísanir í Kommúnistaávarpið sem áminningu um hvað kapítalisminn er fastur í sömu hjólförum og í raun endurtekur aftur og aftur sömu mistökin, sem enda oftast  í hörmungum og stríði. Fyrri heimstyrjöldin var dæmigerð heimsvaldastyrjöld heimsvaldasinna, en upp úr henni varð byltingin í Rússlandi. Rússnesku hermenn hreinlega hættu í stríðinu og fóru heim. Lenín og félagar nýttu sér ástandið og gerðu byltingu. (reyndar hræðileg einföldun en samt..). Aðalinn og keisarinn vissu ekkert í sinn haus og skynjuðu ekki ástandið og því fór sem fór.

Lenín og Trosky gerðu sér strax grein fyrir því að Rússneska byltingin ein og sér gat ekki lifað. Almennt var reiknað með að hún hæfist í  þróuðu ríki og breiðast út þaðan, þá var horft til borgarbyltingarinnar í Frakklandi.

Ekki gekk það eftir og eftir falls Leníns. Vann Stalín slaginn við Troský og vann eftir slagorðinu "Sósíalismi í einu landi".  Þessi stefna varð svo upphafið á endinum. Ráðin voru gerð valdalaus og einræði innleitt.  (Fyrir þá sem ekki þekkja söguna þá kölluðu kommúnistar Sovétríkin, Ráðstjórnarríkin). Trúlega er ráðstjórn eitthvert lýðræðislegasta form sem um getur, en því miður hvergi fengið að þróast. Hverfaráð, vinnustaðaráð, fagráð möguleikarnir eru óendanlegir.

Ég verð því miður að bregða mér frá ég á eftir að botna þetta en sendi það samt. Kreppan, efnahagsmistök og læra af sögunni bíður.

Rúnar Sveinbjörnsson, 8.3.2008 kl. 17:20

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Rúnar, góð vísa er aldrei of oft kveðin. Kommúnistaávarp Marx og Engels á ekki síður erindi við heiminn í dag eins og fyrir 150 árum.

Og kapítalisminn mun hrynja og deyja drottni sínum, á því leikur enginn vafi. Spurningin er bara um dagsetningu á dánarvottorðinu.

Enn þann dag í dag hafa öreigar heimsins engu að týna nema hlekkjunum. Og það mun renna upp fyrir þeim, fyrr eða síðar, að þeir eiga raunverulega heilan heim að vinna.

Öreigar allra landa sameinist !

Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2008 kl. 23:11

16 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Og ekki má gleyma þeirri staðreynd að "Bylting öreiganna" 1917 var að mestu fjármögnuð af auðmönnum á Wall Street, vellauðugum banka og iðnaðarrisum....rétt eins og Nazista seinna meir eins og nokkuð þekkt er orðið.

Já, kapítalistarnir kunna trixin...og nota þau óspart, þessi skrípaleikur er orðinn listgrein hjá þeim og nóg af nytsömum sakleysingjum til að bera af þeim blak og bukta sig og beygja fyrir fjármagninu.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.3.2008 kl. 22:27

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni kemur eins og venjulega með sínu sterku innlegg í umræðuna sem ég met mikils.

Það eru oftast fáorðir menn sem bera með sér mestu viskuna inní þennan ruglinslega heim okkar..hrein snilld hjá þér Árni! takk fyrir mig og ykkur öllum fyrir umræðuefnið...

Óskar Arnórsson, 10.3.2008 kl. 22:50

18 identicon

Merkilegt hvað menn sem aðhyllast vinstrisinnaðar skoðanir eru yfirleitt með neikvæðan tón út í heiminn og sjá svartnætti og heimsendi í hverju horni. Ætli þetta sé einhverjir svartsýniskomplexar sem hafa erfst frá Marx?


Ég vil bara minna á það að mestu hörmungar og stríð mannkynssögunar hafa verið drifin áfram af valdasjúkum sósialistum og hafa minna með kapítalismann að gera. Þar teljast mannfórnirnar samanlagt í hundruðum milljóna og eru þá fyrri og seinni heimsstyrjöldin dropi í hafið miðað við þessar hörmungar. Auðvitað eru öll stríð og byltingar fjármagnaðar af einhverjum, því einhversstaðar verða peningarnir fyrir stríðsvopnin og hermennina fyrir að koma.


Það er alltaf auðvelt að vera að hnýta út í kapítalismann og á öllum kerfum eru gallar, það sem mér finnst bara athyglisvert að vita að sjá hvað vilja menn sjá í staðinn, en það virðast vera fátt um svör þegar slíkt ber á góma.


Ef sagan hefur kennt okkur eitthvað, og ég held að við höfum lært ýmislegt sem betur fer af henni er að byltingar virka ekki, vegna þess að þær enda alltaf eins, með hörmungum og ógnarstjórn. Annað sem sagan hefur kennt okkur er að sameignarstefna í anda kommúnisma virkar ekki, vegna innbyggðs eðli mannskepnunnar að taka oftast eigin hagsmuni fram fyrir hagsmuni heildarinnar.

Tryggvi (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 02:29

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er grundvallaratriði að skilja að vinstri og hægri eru tvær leiðir að sama marki, einræði. Og ekkert gagnast þeim sem eru hrifnir af einræði meir en að þeirri blekkingu sé viðhaldið að þetta séu algerlega andstæðir pólar og leiði til gjörólikrar endaniðurstöðu.

"Hvaða ástæður höfðu ríkustu menn heimsins til að styðja byltingu manna sem sögðust ætla, með góðu eða illu, að taka auð þeirra og gefa öreigum landanna? Eins og við eigum eftir að sjá, þá var byltingin góð fjárfesting en ekki sjálfsmorð.

Í fyrsta lagi kom byltingin til leiðar sterkri miðstýringu í annars sundruðu landi (óskadraumur alþjóðlegu bankanna).

Í öðru lagi myndaðist nýtt valdajafnvægi sem hefur gefið baktjaldamönnum meira í aðra hönd en nokkurt annað valdajafnvægi sögunnar.

Og í þriðja lagi opnaðist stærsti vanþróaði markaður heimsins í stöðnuðu hagkerfi, sem stöðugt hefur þurft að mata frá Vesturlöndum (í skiptum fyrir hráefni, olíu og gull).

Nú kann einhver að mótmæla þessu síðasta atriði og segja að Rússland hafi einmitt verið lokað land en ekki markaður fyrir brask og auðhringi. Það er rétt að hvorki Rússar né Bandaríkjamenn hafa haldið þeirri staðreynd á lofti, að nær allur iðnaður og iðnaðarþekking Rússa kemur beint frá Vesturlöndum, og þá aðallega Bandaríkjunum. Og það sem ótrúlegast er af þessu öll, ­ hergagnaiðnaðurinn líka!" (úr Falið Vald)

Auðvitað kemur fjármagn til byltinga alltaf einhverstaðar frá Tryggvi, en fulyrðing þín um að mestu hörmungar og stríð sögunnar hafi verið drifin áfram af valdasjúkum sósíalistum stenst ekki skoðun, þar eru kapítalistar mun fyrirferðameiri eins og ótal dæmi sanna. Það er líka vandfundin sú bylting eða uppreisn á seinni tímum þar sem CIA hefur ekki verið með puttana í undirbúningi og stuðningi eins og er alltaf að koma betur og betur í lljós. 

Georg P Sveinbjörnsson, 11.3.2008 kl. 14:05

20 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það er auðvelt að hreykja sér af tölum með fullyrðingum eins og :"Ég vil bara minna á það að mestu hörmungar og stríð mannkynssögunar hafa verið drifin áfram af valdasjúkum sósíalistum og hafa minna með kapítalismann að gera. Þar teljast mannfórnirnar samanlagt í hundruðum milljóna og eru þá fyrri og seinni heimsstyrjöldin dropi í hafið miðað við þessar hörmungar."

Um 1800 voru jarðarbúar um 1 miljarður ca 1.2miljarðar 1918. Eftir 2 heimstyrjaldir eru íbúar jarðar  2.5miljarðar 1950, upp úr því fjölgar jarðarbúum um allt að 3% á ári. Til dæmis í Kína frá 550miljónir í rúmar 900miljónir 1975. Þannig að segja sósíalista hafi drepið hundruðir miljóna er  dæmi um órökstuddan málflutning. Fyrri og síðari heimstyrjöld voru heimsvaldastríð kapítalista. Öll meiriháttar stríð síðan hafa verið framkvæmd af Bandaríkjamönnum og öðrum auðvaldslýð. Norður Kórea, Víetnam, valdaránin í Chíle, Grikklandi og víðar, ekki þarf að nefna Írak. Afganistan, (reyndar studdu Bandaríkin bæði Talíbana, Al-kaíta og Sadam Hussein, þegar það hentaði þeim). Ekki má heldur gleyma viðskiptabönnum sem kostað hafa hundruð þúsundir mannslífa mest börn og óbreytta borgara í því sambandi er nærtækast að benda á Írak. Bandaríkin eru einnig eina landið sem beitt hefur kjarnavopnum og hefur hótað að beita Iran slíkum vopnum.

Að væna okkur Marxista um svartsýni er einfaldlega rugl, við erum þvert á móti að benda á leiðir sem gætu bjargað jörðinni okkar. Stefnu sem hefur manngildi og  verndum jarðar að leiðarljósi, en ekki græðgina. Við viljum stofna ríkisbanka, þjóðnýta grunnþjónustu, og náttúruauðlindir. T.d. orkulindir, vatn og olíu, þá einnig heilbrigðisþjónustuna og lyfjaiðnaðinn, svo dæmi séu tekin.

Rúnar Sveinbjörnsson, 11.3.2008 kl. 22:09

21 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er ansi margt sem er betur komið hjá ríkinu og ansi þreytt mantran um að ekki sé hægt að halda uppi góðum rekstri nema einhverjir einkaaðilar séu að fleyta feitasta rjómann af fyrir sjálfa sig, að græðgin sé hinn dásamlegi drifkraftur og litlar framfarir verði án hennar. Það hefur sennilega aldrei verið skýrara en í dag að græðgi og sérhagsmunaþjónkun eru hið mesta böl sem og endalaus áhersla á keppni en ekki samvinnu.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.3.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband