Þjóðviljinn

Þar sem nýr bloggvinur minn kallar bloggsíðu sína thjodviljinn (Helgi Guðmundsson), vill ég benda áhugamönnum um söguna og pólitík, að Þjóðviljinn er kominn á netið. Að vísu er ekki virk leitarvél eins og á Mogganum en ég held að það standi til bóta. Til gamans, þá getur verið verið erfitt að finna það sem leitað er af í Mogganum, nema þekkja tíðarandann, t.d. sló ég inn "Dagsbrún", "Verkamannafélagið Dagsbrún" og fl. ekkert fannst. Þegar ég sló inn "kommúnistar, Dagsbrún" fann ég félagið. Aldrei var minnst á Dagsbrún nema tengja það við kommúnista.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þegar ég ræði pólitík og er kallaður kommi, sem ég og er, þá veit ég að ég er á réttri leið.  Kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Sammála félagi, þegar íhaldið er komið út í horn í rökleysinu er vörnin að kalla okkur komma.

Rúnar Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband