Bush grætur þurrum tárum.

Ekkert er að marka sem þessi versti forseti í sögu Bandaríkjanna segir. Hann harmar ekkert, enda eru stríð Bandaríkjastjórnar Bush öll byggð á upplognum forsemdum. Sorglegt er að Halldór og Davíð og ef til vill fleiri  hafi komið sér í stöðu grunaðra stríðsglæpamanna.


mbl.is Bush harmar mannfall úr röðum saklausra borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Rúnar og þakka þér fyrir frábært efni. Vonandi skrifa sem flestir íslendingar undir þetta. Alþjóð á að hjálpa Bandaríkjamönnum að losna við glæpaliðið áður en kosningar hefjast. Stríð sem er byggt á lygum og valdi að tortíma eftir eigin þörf.

Hvar er ríkisstjórn Íslands og hvað er gert til að virða mannréttindi Alþjóðar? Að skrifa undir hernaðarsamninga við þessa glæpastjórn.

Sækja ábyrgða valdhafa á Íslandi til saka fyrir að styðja hryðjuverkastjórn Bandaríkjanna.

Sérstök fréttin sem kom í þessu sambandi í Mbl. Hér er þar með staðfest að England var með í þessu. Spurningin er hversu lengi þeir létu hluti viðgangast án þess að verja einstaklinga sem urðu fyrir hefndaraðgerðum Bush-stjórnarinnar, þessarar stjórnar sem kaupir sig inn í fyrirtæki og stofnanir til að koma sínu fram. Hvar sem er í heiminum.

Stjórnin á að fara fyrir rétt og í fangelsi með liðið. Halldór og Davíð fá góð ellilaun er það ekki og á meðan sér fjármálaráðherra til þess að stofna framtíð ófæddra íslendinga í hættu.

ee (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:48

2 identicon

Hvers vegna hefur ekki Mbl. tengi til Reuters, svo hægt sé að sjá fréttina?

ee (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:50

3 identicon

"Bandaríkjaher heldur því staðfastlega fram að þeir hafi fellt 30 uppreisnarmenn og „fimm til sjö“ óbreytta borgara."

Stendur í fréttinni. Fyrir þá skiptir það ekki máli hvort það séu 5 eða 7 óbreyttir borgarar.  Þar með staðfesta þeir sjálfir hvers konar virðingu þeir hafa fyrir lífi fólks í öðrum löndum. Það skiptir ekki  máli hvort það er einn eða fleiri. Þetta er rusl allt saman. Hvað segja Sameinuðu Þjóðirnar um svona lagað........................og hvað segja blaðamenn sem skrifa fréttina? eða eru þeir svo heilaþvegnir að (allt í lagi að drepa þetta rusl) að þeir taki ekki sjálfir eftir hvað þeir skrifa.

Eins og að spyrja: Hvað eruð þið mörg í fjölskyldunni? Ja, ég veit það ekki alveg, hvað erum við fimm eða 6, eða 7...........

ee (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:56

4 identicon

já, búsh "harmar" þetta örugglega, þvílíkt bull

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband