Er IceSave ekki innanbúðarmál Breta.

Bretland er gamalt nýlenduveldi og þar hefur stefnan ávalt verið að lifa á öðrum fátækari þjóðum. Útrásavíkingarnir (okkar) búa þar í alsnægtum ásamt öðrum alþjóðlegum útrásarvíkingum. Ríkistjórn Breta fylgir hinni gömlu heimsvaldastefnu að hlífa hinum ríku og arðræna þá fátæku. Flokkurinn sem þarna stjórnar kallar sig Verkamannaflokk, sem í dag er orðið argasta öfugnefni, en sem betur fer eru sósíalistaflokkar til vinstri við valdaflokkinn í mikilli uppsveiflu, en vegna hins ótrúlegra kosningakerfi eiga þeir erfitt uppdráttar innan þingræðisins.

IceSave peningarnir eru á Bretlandi eða á eyjum þeim tengdum.

Fá ekki fleiri en ég skítabragð í kjaftinn, þegar Bretar bjóðast til að hjálpa okkur í hraðferð inn í ESB ef við leysum IseSave málið. Kannski það verði stæðsta tromp Breska verkamannaflokksins í næstu kosningum að auglýsa Íslandsmið t.d. í Hull, Grimsby og víðar.

 

 

 


mbl.is Björgólfur meðal ríkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki mikill vandi að verða ríkur, þegar aðrir borga fyrir mann skuldirnar!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband