Greið leið, gatan virðist bein..

Nú eru hlutirnir heldur betur að snúast á hvolf. Flokkurinn sem ég stofnaði ásamt félaga Hjörleifi, Ögmundi, Steingrími og fleiri, er að falla á einföldu inntökuprófi. Undirritun víxils upp á þúsundurðir miljóna eru ávísun á það sem skuldarar okkar vilja. Vilji þeir okkur í EBS eða vilja þeir ekki okkar. Nú er Álfheiður Ingadóttir að árétta fyrir landsmönnum um helgi þjóðréttasamninga, aumari yfirklór hef ég ekki heyrt. Þjóðréttarsamningar eru ekki samningar, heldur oftar en ekki viðurkenning á ófrelsi og kúgun.  Að lokum snúast mál um réttlæti. Byltingar hafa verið gerðar fyrir minni skakir. Berst ekki alþýða heimsins allstaðar á  banaspjótum vegna  heimsvaldastefnu auðvaldsríkjanna um allan heim.
mbl.is Hækkar um 37 milljarða árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gamlir stjórnmálamenn beigja sig undir stofnana-kerfiskalla-bírókrata-menningu. Þeim er ekki treystandi fyrir þessu máli. Skíthræddir við að rísa upp gegn kúgun erlendra aðila.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.6.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Lifi byltingin frændi - það er löngu kominn tími á uppreisn innan VG, bæði útaf þessu og enn frekar ESB eymingjaskapnum!

Bjarni Harðarson, 5.6.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þennan þarfa pistil Rúnar. Ég hef bundið vonir við VG í ýmsum málum en er áhyggjufullur vegna undanlátssemi við Samfylkinguna, sem er með ESB á heilanum og ég er smeykur um að þetta mál tengist því líka. Þá finnst mér þeir Steingrímur, Jón og síðast en ekki síst Atli vera ístöðulausir í kvótamálinu.

 Rétta svarið er ekki að gefast upp heldur þvert á móti að efla innra starfið og halda forystunni við efnið.

Annars bestu sumarkveðjur!

Sigurður Þórðarson, 5.6.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Eftirfarnadi var mér sent af gömlum samherja í gegnum tíðina.

Takk fyrir spjallið.

Hér kemur þessi ályktun, eins og hún var frá vinnuhópnum á landsfundinum. Hún var svo  samþykkt samhljóða á landsfundinum, að mig minnir án breytinga. Ég hef ekki fundið hana i ályktunum frá fundinum eins og þær hafa birst á vg heimasíðunni, nema að ég sé svona glámskyggn. Allir sem voru í vinnuhópnum sögðust vilja vera með í þeim vinnuhóp sem myndaður verði til áframhaldandi vinnu.

Landsfundur VG 2009

Framtíðarsamfélagið – tillaga um vinnuhóp

Myndaður verði vinnuhópur á vegum VG um nýtt samfélag og ný gildi.

Auðhyggjan og gildismat hennar hefur verið að ná síauknum ítökum í samfélaginu á síðustu áratugum og laumað sér inn í alla kima þess. Í bankahruninu afhjúpaðist eðli hennar og veikleikar.

Nú þurfum við að enduskoða gildismat samfélagsins. Hið nýja gildismat á að miðast við þarfir manneskjunnar til hamingju og velmegunar.

Við þurfum að skapa sjálfbært samfélag samhyggðar, jöfnuðar, lýðræðis og umhverfisverndar.

Rúnar Sveinbjörnsson, 6.6.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætli sé ekki að koma uppúr dúrnum að flokkurinn sem við, ég og þú, ásamt Hjörleifi, Steingrími, Ögmundi og mörgum fleiri, stofnuðum fyrir 10 árum sé ekki sá flokkur sem við héldum að væri verið að koma á laggirnar. Það voru svosem ekki liðin mörg ár frá fæðingu VG að ég þóttist sjá að ekki væri allt með felldu í flokknum. Í stað raunverulegs sósíalísks flokks sátum við að þrem-fjórum árum liðnum uppi með bræðing af borgaralegum kratisma og hlálegum efri-millistéttar femínisma. Um leið mátti ljóst vera að forysta flokksins stefndi í fyrsta, öðru og þriðja lagi að ríkisstjórnarþátttöku, hvað sem það kostaði - með hverjum sem væri, að Sjálfstæðisflokknum ekki undanskildum.

Ég fæ ekki annað séð, en á næstu vikum komi í ljós hvort að við neyðumst til að stofna það sósíalíska stjórnmálaafl, sem við héldum að við værum að stofna fyrir 10 árum síðan.

Jóhannes Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband