Ef sá samningur, sem Steingrímur er nú að undirrita, hefði verið borinn upp á Landsfundi VG, hefði hann umsvifalaust verið feldur. Ég get vitnað í ótal samþykktir því til staðfestingar en nenni því ekki.
Nú er það svo, að það er meira segja lögfræðilegt álitamál hvort Íslendingum beri nokkur skylda að greiða fyrir klúður EBS varðandi ábirgðir. Trúlega værum við en að hökta í 12 mílunum hefði þessi áhöfn verið við stýrið hér um árið. Allavega veit ég hvað bíður lífeyðisparnaðar míns, hann fer til millistéttarinnar í gömlu Nýlenduveldum Evrópusambandsins.
Helvítis fokking fokk.
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- einarolafsson
- mariakr
- joiragnars
- kreppan
- veffari
- brell
- skessa
- gammon
- larahanna
- hlynurh
- semaspeaks
- ingolfurasgeirjohannesson
- birgitta
- blindur
- jensgud
- bjarnihardar
- gorgeir
- gullvagninn
- killjoker
- vest1
- vglilja
- pallheha
- siggith
- maggij
- thjalfi
- heimssyn
- huldumenn
- fullvalda
- bisowich
- raudurvettvangur
- nonniblogg
- steingrimurolafsson
- gutti
- thjodviljinn
- ulfarsson
- october-surprise
- proletariat
- vefritid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona er hið Íslenska bananalýðræði. Undirita kúgunarsamninginn og kynna svo efnisatriðin eftirá. Megui þetta lið brenna í helvíti um eilífan aldur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 13:12
Landsfundir og kosningar eru til þessa að gefa þér falska von um að þú hafir eitthvað um eigin málefni að segja.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:28
Kosningar:
eru athöfn þar sem þú afsalar þér öllum lýðræðislegum rétti til næstu fjögurra ára. Ekkert flóknara en það.
Landsfundir:
eru hallelújafundir þar sem þú biður einhvern um að lofa þér einhverju sem
báðir aðilar vita að er aldrei hægt að standa við.
Páll Blöndal, 6.6.2009 kl. 13:38
Hey bíddu nú við. Landsbankinn er að borga fyrstu greiðslur. Steigrímur sagði ekki að almenningur mundi borga restina, var það. Eigum við ekki að sjá hvor að spillingarmennirnir verði ekki látnir borga restina. Kæru málin er ekki hafið enn. Ég trúi ekki að Steigrímur muni ætlaðst til að almenningur borgi restina. 'Eg held ekki að hann sé svo slæmur. Mannstu ekki að hann sagðist vilja uppræta spillingu í íslensku þjóðfélagi.
Anna , 7.6.2009 kl. 15:56
Takk félagi fyrir að vekja máls á þessu. En kannski ekki síður vegna athugasemdanna:
Það er nú ágætt að halda til haga staðreyndum málsins. 16. nóv. 2008 gaf þáverandi ríkisstjórn út tilkynninginu þar sem sagt var að mikilvægur áfangi hafi náðst „til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim.“
Þar segir: „Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna.“
Og ennfremur: „Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.“
Og svo er þetta: „Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.“
Sjá: http://www.mbl.is/media/83/1083.pdf
Við skulum því fara varlega í að vera með stóryrði gagnvart þeirri ríkisstjórn sem tók við og sat uppi með þennan gjörning. Kannski hefði hún átt að hundsa hann. En kannski hefði hún sett okkur í enn veri stöðu með því. Hitt er annað mál, að við, íslensk alþýða, við höfum fullan rétt til að mótmæla þessari niðurstöðu. Hvað sem einhverjir ees-samningar segja eða annað, þá er ekkert réttlæti í því að við borgum skuldir sem við stofnuðum aldrei til. Þess vegna skulum við mótmæla þessu.
Einar Ólafsson, 7.6.2009 kl. 23:25
Ég er sammála Einari. Fyrri ríkisstjórn var búin að gangast undir samninga og lét undir höfuð leggjast að sækja málið fyrir dómi áður en frestur til þess rann út. Bíðum að minnsta kosti róleg þar til öll spil verða væntanlega lögð á borðið á morgun, verði það hægt fyrir hávaða.
Svo er annað sem ég skil ekki, vissum við ekki frá þið Geir bað guð að blessa Ísland, að auðmennirnir og embættisklíkan og ættingjastóðið væru búin að stela af okkur öllu?
María Kristjánsdóttir, 8.6.2009 kl. 00:27
En svo eru víst fleiri hliðar á þessu, og þá er bara ekkert víst að Íslendingum hafi verið skylt að ábyrgjast þessa reikninga, sjá álit Lárusar L. Blöndals hæstarrréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar prófessors:
http://www.morgunbladid.is/mm/frettir/esb/skodun.html?art_id=75620
Einar Ólafsson, 8.6.2009 kl. 09:50
Það er eitthvað gruggugt við þetta mál allt saman, en hvað raunverulega býr að baki er erfitt að segja til um. Hitt þykir mér ljóst, að nú má Steigrímur J. fara að gá að sér.
Jóhannes Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.