Góð frétt!!

Kröfuhafi Landsbankans stendur upp í fússi og hótar málsóknum og flýgur af land brott, eftir að skilanefndarmönnum hefur verið sagt upp. Kröfuhafinn hefur greinilega misst mikilvæga bandamenn í skilanefndinni. Því er það hið besta mál að reka hina grunsamlegu vini kröfuhafana.
mbl.is Mannanna ekki lengur þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu ekki að alhæfa svona út í loftið og um e-h sem þú hefur ekki hundsvit á. Þeir eru búnir að vera í stífum fundarhöldum við kröfuhafa og er síðan sagt upp störfum í miðjum kliðum. Ég persónulega veit að þeir eru búnir að vinna mjög stíft og af heilindum og hafa ekki gert neitt annað en að verja hagsmuni Landsbanka og þar með þína hagsmuni. Þetta er mjög krefjandi starf sem þarfnast mikillar reynslu og auðvitað verða kröfuhafar eitt spurningarmerki þegar helmingur af nefndarmönnum er sagt upp sem setur allt á byrjunarreit aftur.

Ég kalla á að fólk hætti þessum ömurlegu ásökunar bloggum, allavega hafa þá e-h til að standa við það sem þið eruð að segja.

Boggi (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eru þetta ekki mennirnir sem eru að eyða fjármunum bankans í lögbann og væntanlega málsókn til að breiða yfir gerðir fyrri bankastjórnar?

Sigurður Þórðarson, 3.8.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það að einhver Boggi viti persónulega um það sem fer fram á fundum skilanefnda bætir ekki málið. Ég set spurningamerki við það. Ég íhuga að tilkynna þessa færslu til Fjármálaeftirlitsins. IP tala er skráð.

Rúnar Sveinbjörnsson, 3.8.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Jens Guð

  Rúnar,  það var alltaf svo gaman að hlusta á tónspilarann hjá þér.  Nú er hann orðinn fátæklegri.

Jens Guð, 4.8.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Anna

Þetta er nú meira kríma liði.

Anna , 5.8.2009 kl. 19:02

6 Smámynd: Anna

Það er búið að loka menn inni í Bandaríkjunnum fyrir bankasvík sem tók 4 mánuði að rannsaka. Her á landi lifa þeir ennþá kóngalífð. Þekkist hvergi nema á Íslandi. Þessir menn hafa gefið skít í íslenska þjóð. Rændu almennig, þjóðin er í skömm erlendis og þeir fá bara að valsa úr nemdum og bönkum.

Anna , 5.8.2009 kl. 19:07

7 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég þakka ykkur bloggvinum mínum sem bera höfuðið hátt og komið fram undir nafni. Einhvern vegin heldur maður alltaf að botninum sé náð en þá birtist nýjar og ótrúlegri upplýsingar um sukkið sem hér hefur viðgengist. Einn aðal lykillinn að farsælli lausn er að sjálfsögðu að eignir verði gerðar upptækar og menn dæmdir.

Tónlistarspilari minn er tileinkaður kreppunni og á vel við í dag. Kynnir er Bob Dylan. Ég skoða málið Jens.

Rúnar Sveinbjörnsson, 5.8.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband