Tími stórra ákvarðana er runninn upp.

Á meðan ekkert hefur komist að annað en Icsave, hefur mjög stór hópur fólks beðið með ákvarðanir. Því miður eru kostir ekki margir, að gefast upp hætta að borga eða sækja um lengri skuldaól. Vinnufélagi minn sýndi mér í dag stöðu sína sem er dæmigerð fyrir ungt fólk sem keypt hefur íbúð á undangegnum árum. Félagi minn sparaði og kom sér upp höfuðstól og tók svo lán fyrir afgagnaum. Sparnaðurinn er farinn og eignin stendur ekki undir lánum, hann keypti ódýra íbúð engin óráðsía. "Helst vill ég skila lyklinum og leigja" sagði hann "og byrja upp á nýtt." Engin úrræði leyfa það.

Þessi vandræði birtast líka fólki sem keypti húsnæði fyrir löngu og eiga en eftirstöðvar. Það gerir vísitölubindingin sem fylgir láninu en ekki laununum. Hjá mörgum liggur lausnin í að fá nýtt lán og kaupa eignina aftur.

Hverjir eru þeir svo sem við skuldarar skuldum? Í allflestum tilfellum okkur sjálfum. Í mínu tilfelli Lífeyrissjóðnum mínum, -sem ætlar að skapa mér áhyggjulaust ævikvöld-, en honum seldi ég húsbréf á afföllum á sínum tíma og svo íbúðarlánasjóði. Íbúðarlánasjóður er mín eign og annarra Íslendinga.

Frá stríðslokum og meira og minna til 1980 voru vextir neikvæðir, það borgaði sig að skulda. Það var svo um 1966 sem samið var um lífeyrissjóði. Fljótlega varð mönnum ljóst að það var til lítils að safna peningum sem brunnu svo upp í verðbólgunni. Krafan kom ekki síst frá verkalýðshreyfingunni um verðtryggingu lána og ekki síður launa.

Þetta rifja ég upp nú til þess að sýna að verðbætur er pólitísk ákvörðun. Það að breyta grunni lánskjaravísitölunnar í t.d. launavísitölu þ.e. meðaltal launahækkana í landinu, er spurning um pólitískar ákvarðanir. Reikna verður lánskjaravísitöluna upp á nýtt frá því í október í fyrra, á nýjum forsemdum.

Íslensk verkalýðshreyfing er óstarfhæf. Hún lenti í áfalli og þarf á áfallahjálp að halda. En eftir því megum við ekki vera að bíða. Núverandi forystu verður að skipta út fyrir baráttufólk.

Ég kall á aðgerðir til stuðnings alþýðuheimila. Ég kalla á eignatilfærslu frá óhófinu, í meðalhóf hins almenna manns. Það þarf ef til vill ekki svo mikið, málið er að skipta jafnt. 


mbl.is 34 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður pistill!

Gunnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Gott innlegg, ég er þér sérstaklega sammála um að það verður að bjóða fólki upp á félagslegan valkost, þ.e. það losni undan íbúðar"eign". Félagslegt kerfi þarf að taka yfir "eignir" fólks sem það ræður ekki við og leigja því þær eignir áfram með sanngjarnri leigu.

Guðmundur Auðunsson, 11.9.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband