Hvað erum við að gera í Afganistan?

Munið þið af hverju Íslendingar eru undir vopnum í Afganistan? Ekkert bendir til að þessu  stríði sé að ljúka. Metuppskera hefur verið á valmúa þannig að ekki ætti að vera hörgull á peningum eða vopnum. Það viðist vera næg eftirspurn eftir dópi, og vopnasalar á hverju götuhorni. Hvað erum við aftur að gera þarna?
mbl.is Þrjátíu létust í sjálfsvígsárás í Kabúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar lygin varð trúlegri en sannleikurinn.

Fyrir þá sem nennt hafa að afla sér upplýsingar og draga af því ályktanir er þetta ekkert nýtt. Spurningin er einungis CIA eða með samþykki þess. Sjá:

Viðtölin sem koma fram 
á myndinni voru sýnd í bandarískum sjónvarpsstöðvum þann 11. 
september 2001 og síðan aldrei meir því þau greina frá mörgum 
sprengingum neðst á tvíburaturninum WTC-2, áður en byggingin hrundi.  

http://www.youtube.com/watch?v=qFyy4Yj-XF4

 


mbl.is Leiðsögumaður um Ground Zero villti á sér heimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ástæða til að kætast?

Íslendingar eru beinir þátttakendur í stríðinu í Afganistan. Verður kokteilveisla í utanríkisráðaneytinu á eftir? Að vísu létust 12 óbreyttir borgarar í loftárásum í Helmland og 50 fjölskyldur flúðu heimili sín. Ásættanlegur fórnarkoðnaður?

mbl.is Mikið mannfall í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð okkar, hinna viljugu bandamanna!

Nú er komið að skuldadögum. Segjum skilið við Bandaríkin og Nató. Hættum stríðsleikjum og verjum peningunum í það tjón, sem ríkistjórnir okkar hafa valdið.
mbl.is Amnesty segir að alþjóðasamfélagið hafi brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárframlög? Afhverju ekki skatta?

Af hverju eiga skólastjórnendur að þurfa að stunda betl af einstaklingum og fyrirtækjum. Er ekki einfaldara að hækka skatta þeirra hæst launuðu sem m.a. rynnu til eflingar menntunar í landinu. Einnig ættu fyrirtæki að greiða sérstakan skatt í menntun og listir, í stað þess að leika "góða manninn" á tyllidögum með smánarframlögum. Það  væri gaman að spyrja "jafnaðarmanninn" Ágúst Einarsson, hvaða gagn er að því að lækka skatta fyrirtækja svo þau geti "gefið" það til baka í auglýsingarskyni.
mbl.is Mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar efli skóla með fjárframlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar á meðal eru 15 „hágæða” fangar.....

Hvað er átt við, er búið að stinga Bush og félögum inn???

mbl.is Stríðsglæpadómstóll reistur á Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn farist i hryðjuverkun á Norðurlöndum frá stríðslokum!

Vegna þess óheyrilega kosnaðar sem stjórnvöld í Danmörk hafa varið í svokallað stríð gegn hryðjuverkum verður að sýna árangur. Árangurinn er tvö ungmenni og engar sannanir, en þær er auðvelt að útbúa. Er ekki rétt að allaveg við hér á Norðurlöndum snúum okkur að hinum raunverulegu glæpamönnum, af nógu er að taka. 
mbl.is Tveir ungir menn í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkagruns í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á manndóm Össurar

Þegar Ingibjörg Sólrún er sama sem gengin í Sjálfstæðisflokkinn, verður spennandi að fylgjast með Össuri standa við stóru orðin varðandi vatnalögin.

 


mbl.is Vatnalög endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn brjóta Bandaríkin Genfarsamningin

Samkvæmt heimasíðu Rauða krossins er handtaka starfsmanna Íranska raforkumálaráðuneytis brot á Genfarsáttmálanum.

Sjá:

,,Þeir sem ekki taka þátt í vopnuðum átökum eiga rétt á vernd

Að sjálfsögðu er bannað að taka óbreytta borgara af lífi. Það er heldur ekki leyfilegt að beita þá ofbeldi eða niðurlægja þá. Sáttmálarnir segja einmitt að vernda beri alla þá sem eru vopnlausir og að þeim beri að sýna mannúð. Hersveitir verða alltaf að gera greinarmun á óbreyttum borgurum og hermönnum. Þess vegna eiga hersveitir að vera auðkenndar, til dæmis með því að klæðast einkennisbúningi."

Er ekki kominn tími til að slíta öll hernaðarleg samskipti við stríðsglæpalandið Bandaríkin og segja okkur úr Nató.

Hvernig myndu íslensk stjórnvöld taka á málinu í öryggisráðinu ef við værum komin þangað? Getið þið á Mogganum lagt þessa spurningu fyrir utanríkisráðherra. 

RS 


mbl.is Bandarískir hermenn handtóku sjö íranska embættismenn í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Góðæri" á yfirdrætti.

Ef við deilum 300þúsund Íslendingum í 71þúsund miljónirnar sem heimilin er með á yfirdrætti,  gera það 230þúsund á mann og 21%vextir af því 14,5miljarðar á ári. Fengust ekki 15miljónir um daginn í greiningardeildina sjúkra barna. 

Æðislegt RS 

 


mbl.is Tölur um yfirdráttarlán leiðréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband