Uppphafsgrein 1.8.2007 |
Rúnar Sveinbjörnsson skrifar: ÍSLAND ÚR NATÓ STRAX! |
Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í Afganistan. Landinn er að sjálfsögðu undir vopnum eins og komið hefur fram. En skyldu menn hafa hugsað út í afleiðingar þátttöku í stríði? Getur verið að Íslendingar hugsi sem svo, að við séum svo smá og svo notaleg og góð að það taki því ekki að hugsa illa til okkar? Ekki einu sinni af hálfu Afgana; fólks sem lítur á Nató sem innrásarher í land sitt. Nú kemur spurningin: Hvað ef þetta væru Íslendingar? Hver yrði afstaða ríkisstjórnar Samfylkingar og Íhaldsins? Myndi hún láta drepa Íslendingana? Myndum við hverfa á brott frá Afagnistan með landana okkar 13 ef það yrði til þess að frelsa gísla í haldi Talibana? Þetta er raunveruleg spurning. Hvert yrði svarið? Þarf ekki ríki sem vill komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að geta svarað einfaldri spurningu eins og þessari? Hvar eru annars gömlu samherjarnir mínir sem kusu að fara í Samfylkinguna; þeir sem gengu með mér frá Keflavík, stóðu fyrir framan bandaríska sendiráðið og börðust fyrir friði? Hvaða fána halda þeir nú á lofti? Fána baráttu fyrir réttlæti ekki trúi ég öðru en þeir vilji hafa þann fána í hönd. En er sá fáni nú uppi í okkar nafni í Írak og í Afganistan? Getur verið að nokkur maður trúi því að sá fáni hafi verið dreginn að húni þar sem innrásarherir Nató hafa farið um? Því trúir enginn maður allra síst held ég að gamlir baráttufélagar mínir sem gengu til liðs við Samfylkinguna séu á þessari skoðun alla vega ekki innst inni. Ég ætla að leyfa mér að hvetja allt baráttufólk hvar í flokki sem það stendur að taka höndum saman og andæfa glórulausri árásarstefnu Bnadaríkjanna og hernaðarbandalagsins Nató, sem Bush virðist hafa í bandi og leiða að eigin vild. |
Bloggar | 17.8.2007 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- einarolafsson
- mariakr
- joiragnars
- kreppan
- veffari
- brell
- skessa
- gammon
- larahanna
- hlynurh
- semaspeaks
- ingolfurasgeirjohannesson
- birgitta
- blindur
- jensgud
- bjarnihardar
- gorgeir
- gullvagninn
- killjoker
- vest1
- vglilja
- pallheha
- siggith
- maggij
- thjalfi
- heimssyn
- huldumenn
- fullvalda
- bisowich
- raudurvettvangur
- nonniblogg
- steingrimurolafsson
- gutti
- thjodviljinn
- ulfarsson
- october-surprise
- proletariat
- vefritid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar