Þjóðnýtum bankana!

Þjóðnýtum bankana og sækjum stjórnendur þeirra til ábirgðar. Fjölskylda sem ræki heimili sitt með því  að eyða alltaf meira enn aflað er, færi fyrr en síðar á hausinn og þá myndu bankar ekki sýna neina miskunn.  Bankarnir sem núverandi eigendur keyptu fyrir slikk af ríkinu eru búnir að eyða öllu og fá ekki endurlán til að fjármagna sukkið. Dæmi um óráðsíuna er 100% húsnæðislánin sem hleyptu upp húsnæðisverði, þúsundir bílalána fyrir ofurjeppum og fl., þá virðist blessaða útrásin vera meira eða minna byggð á sandi.  Þegar gjaldþrota holskeflan skellur yfir munu bankarnir kalla eftir ríkisábyrgðum, þá og helds fyrr á að þjóðnýta og draga stjórnendur bankanna til persónulegrar ábirgðar.
mbl.is Vandi hve illa gengur að laða að erlenda fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Aldeilis frábært! En meðan skynsemi víkur fyrir græðgi, og láglaunastéttir sætta sig að ganga kaupum og sölum eins og þrælahald er viðhaldið með úmsum aðferðum um allan heim, verður ekkert gert. Bankarnir stefna á stærtu eignaupptöku ungra fjölskyldna í Íslandssögunni. Ég sjálfur er búin að fá vaxtahækkun á mín lán sem eru bara smáræði, en því miður komin yfir þau mörk sem ég sé fram á að geta borgað. Sagan mun leiða í ljós að það er stærri glæpamennska bak við þetta allt saman en fólk grunar. Það eru ekki stjórnendur bankana sem við er að sakast, heldur þá sem átu þá upp og sviku allt út úr þeim með Hudini brellum. Þjóðin öll samanlagð er bara eins og eitt stórfyrirtæki í USA og þar hafa þessi fyrirtæki lent einmitt í svona málum, og ég veit ekki betur en að heilu fyrirtækjastjórnirnar sitji bak við lás og slá. ENRON er eina nafnið sem ég man í augnablikinu og svikamódellið og brellurnar eru NÁKVÆMLEGA kópía af þeim viðskiptum sem þeir stunduðu, þar til allir voru handteknir. En á Íslandi mun ekkert svoleiðis ske frekar en í öðrum bananalúðveldum með einræðisstjórn, en hér erum við með skipulagða landráðastjórn...

Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 18:37

2 identicon

Hvort er þetta blogg grín eða alvara?

Ottó S. Michelsen (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

 Sæll Ottó

Sjaldan hefur alvaran verið meiri. Stutt er síðan að Bretar þjóðnýttu Northern Rock bankann, þannig að allt er hægt. Fram kom i fréttum í dag að 27 miljarðar af krónubréfum falla í mars og svo framvegis. Þetta þarf að fjármagna með nýjum lánum, ef þau verða ekki endurnýjuð.

Hér er önnur frétt. 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/29/utras_tekin_ad_lani_2/

Rúnar Sveinbjörnsson, 29.2.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir jafn róttækum viðhorfum, frændi, en ekki er ég þér sammála...

Bjarni Harðarson, 1.3.2008 kl. 01:33

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sem langtíma búandi í USA hef ég kynnst einkavæðingarvandamálum fyrir langa löngu. Ofuráhersla á óhóflegann gróða, óhóflega samkeppni, smásvindl, smálygar, platirí í auglýsingum og þar fram eftir götum er spilling kópíeruð beint úr USA. Ég er löngu kominn á þá skoðun að hollt sé að hafa sterk ríkisrekin apparöt samhliða einkarekstri. Til dæmis síma. Það sannarlega virkaði flott á norðurlöndum á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld og þau með mestu hagsældina í heiminum. Ríkisrekið samhliða einkarelstri svo neytendur séu ekki hlunnfarnir og að fyrirtækjaeigendur skilji þjóðfélagslega siðferðisramma. Það er algert beisikk atriði að flestallir þegnar EIGI sitt húsnæði og ef þetta er sett á uppboð vegna skyndigróða fámenns hóps þá er illa komið fyrir langtímaáætlun landsmanna.

Ólafur Þórðarson, 1.3.2008 kl. 04:14

7 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það er til marks um vandann að geðlæknirinn Andrés Magnússon sér sig knúinn til að fjalla um efnahagsmál. Geðlækninum er vissulega vorkunn þar sem sú stefna sem íslensku bankarnir fylgja, leiða vissulega marga til þunglyndis, heilbrigð og heiðaleg stjórnun banka læknaði án efa fleiri en marg umrædd geðlyf.

Ég vill þakka Óskari Arnórssyni fyrir að minna á að það sem ekki var í bankaauglýsingunum, að bankarnir hefðu einhliða heimild til að hækka vexti þegar þeir auglýstu sín "ódýru" íbúðarlán. Einnig mættu fleiri kynna sér gjaldþrot ENRON orkurisans sem byggði starfsemi sína á blekkingum, ekki síst Bjarni frændi sem er farinn að lesa síðuna mína og er sestur á Þing, takk fyrir innlitið.

Það gleður mig að athugasemd berist frá höfuðborg heimsauðvaldsins þar sem tekið er undir kröfu mína að almannaþjónustufyrirtæki séu rekin af ríkinu.

Hvað um það ef bankarnir fara fram á ríkisábyrgðir eða lán á að nota tækifærið og þjóðnýta þá. Þá vantar ríkisbanka, væri ekki ráð að breyta íbúðarlánasjóði í banka. Í stað þess að leggja hann niður eins og bankarnir vilja. Af hverju eru bankarnir hræddir við samkeppni við ríkisbanka?

Rúnar Sveinbjörnsson, 1.3.2008 kl. 16:39

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er alveg sammála Rúnar og því fyrr sem fólk áttar sig á hráskinnaleiknum því betra, grafalvarlegt mál.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.3.2008 kl. 16:48

9 identicon

Reyndar er óhóflega mikið af rangfærslum í málflutningi Andrésar geðlæknis, sem ræðst sennilega einna helst af því að hann talar langt út fyrir sitt fræðasvið.  T.a.m. fullyrðir geðlæknirinn ágæti að íslensku bankarnir séu þeir skuldsettustu í heimi. Þetta er mjög einfaldlega ekki rétt, eiginfjárhlutföll bankanna (CAD) eru fremur sterk í alþjóðlegum samanburði.  Merkilegt að honum hafi ekki verið svarað, en viðtalið við hann í Silfrinu var líka stórmerkilegt, einna helst fyrir þær sakir að hann fékk að spúa út úr sér steypu án andmæla.

Annars er íbúðalánasjóður einn þáttur í vaxandi verðbólgu hérlendis.  Bankar hækka vexti í takt við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans.  Vaxtahækkanir hafa að öllu jöfnu letjandi áhrif á lántöku. Nema hvað, íbúðalánasjóður tefur verðhækkanir lána og lengir þannig þensluskeiðið og grefur undan áhrifum stýrivaxtahækkana.  Þeir sem eru á móti verðbólgu ættu að vera á móti íbúðalánasjóði. 

Fjármálaverkfræðingur (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:41

10 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það er blendin gleði að bankastjórarnir skuli rita á mína litlu síðu undir dulnefninu "Fjármálaverkfræðingur", raunar líður mér eins og litla drengnum í "Nýju fötin keisarans" þegar hann sagði :  ,,hann er nakinn".

Ef yfirfærum spekina á okkur alþýðufólk þá lítur dæmið þannig út. Alþýðufólk sem átti íbúð með skuldum upp á 10 miljónir,  áður en 80%-100% lánin komu á markað, á íbúð í dag upp á í það minnsta 20 miljónir. Eignarfjárstaða þess hefur hækkað um 100%. Spurningin er hefur fólkið betra?

Nei, börn þessa góða fólks hafa ekki efn á að kaupa íbúð því síður að leigja. 

Rúnar Sveinbjörnsson, 1.3.2008 kl. 19:41

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Rúnar! Takk fyrir þessi fróðlegu skrif sem eru byggð á skynsemi en ekki "hagfræði heimskunnar" sem er í algleymingi og ætti að setja undir hatt "öfgafullra sértrúarsöfnuði" marga hverja, með allri virðingu fyrir allri jákvæðri trú. Segjum svo Rínar að við myndum vilja kaupa 2 banka en ættum engan pening. Í lögum segir að EKKI meigi kaupa fyrirtæki með eigið fé sem greiðslu. En það er ekkert sem bannar okkur að gera tilboð í 2 banka, ég með fyrirfram lánsloforð frá þeim banka sem þú kaupir , og ég með fyrirfram lánsloforð frá þér að kaupa hinn bankann.  Ekki þarf að leggja fram eina græna krónu í svona viðskiptum. Svo yrðum við svo uppteknir af því að vera ríkir, að við missum allt samband við venjulegt fólk. En þannig fara víst mörg stórviðskipti fram á Íslandi. Í USA eru menn handteknir fyrir svona og sitja í 40 ára fangelsi. Eftirlitsmaðurinn Davíð er ekkert að skipta sér af svona smámálum. AUÐVITAÐ Á AÐ ÞJÓÐNÝTA BANKANNA!  Ekki selur útgerðarmaður "ballestina" úr fiskiskipum sínum til að spara eða redda sér fyrir horn í peningamálum. Ég sé ekkert flókið við glæpi og afbrot af þessari stærðargráðu sem er í gangi hér...

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 22:04

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Afsakaðu stafsetningavillurnar og orðavillurnar, það stendur "ég", þar sem á að vera "þú"..ég var í algeru uppnámi yfir þessum lestri, enda sjálfur að fara á hausinn ef vextir lækka ekki og verðtrygging sett á þjóðminjasafnið..

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 22:09

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svo vil ég benda þessum fjármálafræðingi á að lesa betur löginn. Hvar stendur það að einkabankar eigi að fylgja stýrivöxtum seðlabanka? Hvergi!, asninn þinn! og farðu bara með þessa fávisku þína í Egil Silfur, eða til geðlæknisins og láttu hann þvo úr þér heilþvottinn úr skólannum og hentu prófskírteininu þínu, ef þú ert þá með nokkuð..

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 22:15

14 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Óskar, allir þekkja það þegar ýtt er á enter obbbs!,villa ég þekki þetta vel.

Nú gerist ég ráðgafi. Hlustaðu á tónlitsaraspilara minn, þó ekki væri nema Bob Miller.

Kveðja Rúnar 

Rúnar Sveinbjörnsson, 1.3.2008 kl. 22:26

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Geri það Rúnar! Músik er andleg fæða...er mikill músikunnandi..ekki gerast ráðgjafi í mínu fagi. Farðu í fjármálaráðgjöfinna! Mín vinna var mannskemmandi og er ég stórskaðaður af þessarri vinnu. Hætti þessu allof seint og er að súpa seyðið af því núna. Þ.e. fíkniefna og ofbeldisráðgjafi í fangelsum um öll Norðurlönd eins og mín vinna var. Litla-Hraun er eins og prjónastofa miðað við flest önnur fangelsi..vann þar eins og asni í 1 ár bara af því ég var blankur. Stórhættuleg vinna og bara tilviljun að ég lifði þetta af...en það vantar ábyggilega fjármálaráðgjöf á öðru hverju heimili á Íslandi í dag..

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband