Og í það minnsta 25.000 öryrkjar.

Og í það minnsta 25.000 bandarískir öryrkjar. Bandarískir hermenn, verktakar og látnir Írakar eru taldir vera komnir yfir 1.000.000. Samkvæmt því ættu  öryrkjar stríðsins að vera um 4.000.000 - 5.000.000, fólk sem aldrei getur séð sér farborða. Allt er þetta vegna upplogna saka um gjöreyðingarvopn.  Ríkistjórn Íslands studdi þessa helför, við skulum ekki gleyma því.
mbl.is 4000 Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Sadam var sekur um að hafa notað þau, en hann átti ekki meira guði sé lof.

Á 5árum hefðu fólk haldið áfram að deyja þarna án réttar til að tjá sig.

Ef þú hefðir átt heima í Sadams Írak og hefðir gagnrínt stríð hans gegn Íran, Kúvæt eða Saudí Arabíu þá hefði hann bara látið skjóta þig í hnakkan.

4000 USA hermenn er sama og 4 Íslendingar, hrikalega lág tala í þessari vel heppnuðu aðgerð.

Fólk sem er á móti því að steipa Talibönum og Einræðisherrum sem nota gereyðingarvopn er ekkert betra en þeir í mínum augum.

Það stendur að þú sért fyrir "jafnrétti, réttlæti og bræðralagi." en það er væntanlega mismunandi hvað menn vilja berjast mikið fyrir því lol

Johnny Bravo, 24.3.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Einmilljónfjögurþúsund, tala nærri lagi yfir fallna. Það gleymdist að telja alla. Stríðið hefur skipt Bandarísku þjóðinni í tvennt og rifrildi innan fjölskyldna og milli nágranna eru ótrúleg. Skaðinn er á mörgum flötum innan BNA en auðvitað hryllingur í Írak.

Ólafur Þórðarson, 24.3.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Johnny... 4000 er ekki sama og 4. Þú gleymir þremur núllum. Kannski tími til kominn á stærðfræðitíma?

Fólk sem er fylgjandi því að senda sprengjuregn yfir önnur lönd er í sjálfu sér ekkert betra en Hitler kallinn.  

Ólafur Þórðarson, 24.3.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þegar sprengjuregnið er sent á upplognum forsendum.

Ólafur Þórðarson, 24.3.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

"Johnny BravoJohnny BravoHöfundur hefur gaman af stelpum, sætum stelpum!" Svona kynnir Johnny sig á  heimasíðu sinni. Maður sem telur ótímabærann dauða 1.400.000 manna velheppnaða aðgerð. Ég get ekki ímyndað mér að  hrifning hans af stelpum verði endurgoldin. Hinsvegar er hann dæmi um velheppnaða áróðursherferð CIA og soglegrar afleyðingar hennar. 

Rúnar Sveinbjörnsson, 24.3.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband