Kjarasamningar orðnir að engu, enn borgar alþýðan sukkið.

Kjarasamningar ASÍ og SA eru upp étnir, jafnvel þó svo að þeir hafi ekki hækkað meira en verðbólga síðasta árs. Enn og aftur verður verkafólk látið borga sukkið. Það dapurlega er að þetta var fyrirséð. Nú er verðbólgan komin í 12 - 50% eftir hvernig við reiknum. Það er tæp 12% síðustu 12 mánuði og 50% ef hún helds óbreytt út árið. ASÍ forystan hefur misst allan trúverðugleik og á að hætta, enda hægt um vik, flestir komnir á lífeyrisaldur.

Enn því miður situr verkafólk uppi með fjörga ára samning og forystu, sem kann ekki að skammast sín. Viðskiptaráðherrann "geðþekki" fulltrúi alþýðunnar og í flokki Samfylkingarinnar, blaðrar og blaðrar og "er að skoða málið í ráðuneytinu".


mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Frá sjónarhóli Púkans er stóra vandamálið að þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin ár og aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein

Það er ekki skrýtið að allt sé í uppnámi, en málið er bara að einhver kjaraskerðing er sennilega óhjákvæmileg.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég þakka púkanum og mæli með að fólki lesi grein hans. Aðeins eitt, það er ekki þjóðin sem hefur lifað um efni fram, heldur hluti hennar. Sumir reyndar nauðugir viljugir, svo sem ungir íbúðarkaupendur.

Rúnar Sveinbjörnsson, 28.4.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband