Ríkistjórnin ,,okkar" ber ábirgð á dauða kvenna og barna.

Þjóðin er stolt af strákunum okkar í Kína 36 mörk, glæsilegt. Nató-strákarnir okkar í Afganistan gerðu gott betur og feldu 76 konur og börn. Glæsilegt ???

Ísland úr Nató strax


mbl.is Fjöldi fólks fellur í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nato strákarnir okkar?

Hvað með hryðjuverkamennina sem drepa hundruðir í Afghanistan ár hvert, þeir kallast Talíbanar.

Bandamenn eru að reyna uppræta hryðjuverkamenn í Afghanistan. Hræðilegt að svona getur gerst, en að reyna að sverta þessa menn sem leggja líf sitt í hættu á hverjum degi til að reyna að losa heiminn við þessa öfgamenn og morðingja... það finnst mér undarlegt.

En vinur, þú heldur bara áfram að blogga um þetta mál, ef þú þá nennir að standa upp úr hægindastólnum þínum og labba frá 42" sjónvarpinu þínu.

Ég þekki tvo menn sem starfa í Afghanistan í her frá einni norðurlandaþjóð. Að sjá þig kalla þá morðingja ... hérna heima á Íslandi... finnst mér ógeðslegt.

Palli (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Þetta er ein sú skemmtilegasta athugasemd sem ég hef fengið. Ég hefði vissulega bloggað fyrr í dag, ef gamla sjónvarpið hefði ekki verið að stríða mér. Er 42" ekki  fjandi dýrt?

En hvað um það Palli, Talibanar urðu til með stuðningi Bandaríkjanna í stríði Sovétríkjanna í Afganistan.

Hamid Karzai forseti Afganistans er leppur Bandaríkjanna og Nató. Bróðir hans, Amed Wali Karzai er einn helsti fíkniefnaframleiðandi landsins. Sagt er að forsetinn haldi verndarhendi yfir bróðurnum. Hvað ætli það hafi kostað mörg mannslíf. Hvað sem segja má um Talíbana, þá nær útrýmdu þeir valmúanum í Afganistan. Í dag flæðir hinsvegar heróín yfir allan heiminn, með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir.

Ég tala hvergi um morðingja, heldur ábirgð.

Rúnar Sveinbjörnsson, 23.8.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband