Ísland úr NATÓ strax.

Ég læt ekkert tækifæri ónotað til að minna á hve Nató er tilgangslaust. Nú eru óvinirnir sjóræningjar. Er þetta ef til vill grín.
mbl.is NATO gegn sjóræningjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú að grínast? Þetta er gífurlega mikilvægt verkefni. Þessir sjóræningjar eru búnað vaða uppi þarna og græða yfir 100 milljónir dollara á lausnargjöldum bara í ár. Auk þess er Sómalska þjóðin að lifa í einhverju mesta hryllingsríki allra tíma og þessir glæpamenn stela matnum sem er verið að reyna að koma til þeirra.

Jói (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Jóhannes, ég sé á síðu þinni að þú ert lögfræðingur. Nató er sagt vera varnarbandalag vestræna þjóða við norður Atlandshafið.

Stærsta verkefni Nató í dag er að byggja upp geimvarnarkerfi, þar sem Austur-Evrópuríki eru lögð undir. 100 milljónir dollarar eru smáaurar í þessu samhengi. Ástandið í Sómanlíu og reyndar víðar verður ekki leyst með tundurskeytum. 

Hefur þú pælt í því hverir selja sjóræningjum og glæpastjórnum vopn?

Rúnar Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Rúnar vopnin þeirra koma yfirleitt frá okkar bestu vinum Rússum, reyndar ekki beint en hönnuð þar.

Einar Þór Strand, 9.10.2008 kl. 21:38

4 identicon

Ég sé að þú "berst fyrir .. réttlæti og bræðralagi" Rúnar. Nató er ýmislegt, bæði gott og slæmt, eitt af því er bræðralag. Og það sem þeir eru að gera í þessu tilfelli snýst að m.a. um réttlæti.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:49

5 identicon

Illskubandalög og lýðskrumarar elska spuna, nató í baráttu við sjóræningja, ríkislögreglustjóri græjar sig upp til að takast á við "hryðjuverkamenn"...

en bíðið aðeins, nú fer allur óeirðagallinn og græjurnar að koma sér vel....

gegn okkur sjálfum, þegar þeir sem ekki sætta sig við að missa aleiguna fara að mótmæla, þá er hægt að gasa þá og lemja niður,...

við erum hryðjuverkamennirnir sem ríkislögreglustjóri var að gera klárt í baráttu við, við erum sjóræningjarnir, þegar við förum að reyna að veiða í soðið, eftir að fiskiauðlindirnar hafa verið gerðar upptækar af "lánadrottnum" (IMF / alþjóðabönkum).

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þar sem íslenska ríkið er á hausnum þá á auðvitað að spara og hætta að borga til gagslausra samtaka eins og NATO

Guðmundur Auðunsson, 10.10.2008 kl. 14:51

7 identicon

Rúnar. Ég veit alveg hverjir hafa verið að selja vopn til Sómalíu, það eru Kínverjar! Kínverjar eru mestu hræsnarar í heimi. Þykjast vera sósíalistar eða kommúnistar en hafa stofnað þvílíkt kapítalista veldi (fyrir utan það að virða mannréttindi og hafa ekkert siðferði varðandi það hverjum þeir selja vopn)

Jói (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband