Hrunadans Framsóknar.

Það er raunalegt að sjá málefnafátækt Framsóknar. Þegar fjármálakerfið er hrunið, atvinnuvegirnir og atvinnuleysi framundan, meir en við höfum áður kynnst, þá á Evrópusambandið að vera lausnin. Við erum ekki búin að gleyma einkavinavæðingu bankana undir stjórn Valgerðar formanns Framsóknar.

Hér er drög að tillögu fyrir þingið: "Kjósendur Framsóknar eru beðnir afsökunar á óförum þjóðarinnar og þjóðin öll, sem að stórum hluta var á ábirgð flokks okkar. Framsóknarflokkurinn er því hér með lagður niður. Þeir sem vilja minnast hans er bent á fórnarlömb hans í Írak. Reikningur verður ekki opnaður, þar sem engum innan flokksins er treystandi." 


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi atkvæðagreiðsla um ESB- aðild er liðskönnun til að sjá hlutföllin.

 

Það er spurningin hvort það sé komið að því að framsóknarmenn verði að

skrifa undir uppgjafarskilmála í stjórnmálum. Fylgið er orðið svo tæpt.

 

Svo geta þeir alltaf  bókað yfirlýsingu í fundargerðabókina um að þeir

séu hættir pólitík og látið alla fundarmenn skrifa undir og farið svo heim.

 

Það tekur náttúrlega fyrr af og er ekki eins sársaukafullt.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:35

2 identicon

Ég trúi ekki að eins og staðan er í dag að fullorðnir menn einblíni á EINA SKOÐUN og aðeins eina skoðun - þ.e. sína skoðun - hvernig væri að opna augun fyrir aðeins breiðara sjónarsviði og horfa á báðar hliðarnar í þessu máli - það eru kostir og gallar á þeim báðum, þó svo að ekki nærri því allir skilji það.  Ég er ekki fylgjandi Evrópusambandinu, en ég er heldur ekki mótfallin því.

Það sem mér finnst samt verulega fyndið og ég botna ekkert í er það af hverju einblínt er á hlut Valgerðar í þessari færslu þinni en ekki alla hina ráðherra sem komu þar að.  Hvernig væri t.d. að taka fyrir Geir eða Davíð sem eiga víst að hafa verið í góðu sambandi við þá menn sem settu Ísland á hausinn, þá menn sem tóku krónuna og skeindu sér með henni.  Nú eða bara taka fyrir ríkisstjórnina sem virðist einungis ætla að sitja á rassgatinu og horfa á Ísland sökkva!

Já, ég er framsóknarkona og er meira að segja stödd á flokksþinginu - það er mjög svo skemmtilegur staður að vera á enda finnst mér gaman að heyra rökræddar TVÆR góðar og jafnmikilvægar hliðar á málunum :)

Íris Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:50

3 identicon

Mætti ég bæta einu við. Framsóknarflokkurinn stóð að setningu búvörulaganna 1985, þar sem settur var kvóti á í landbúnaði þar sem valdahlutföllum í framleiðslu var raskað.

 

Þá voru áhrifamenn í Framsóknarflokknum varaðir við og gert ljóst að flokkurinn

myndi tapa þingmönnum í dreifbýli. Þá var uppi sú kenning að það yrði bara að hafa það flokkurinn yrði að ná fótfest í þéttbýli.

 

Hver er raunin eftir 24 ár? Flokkurinn hefur ekki náð fótfestu í þéttbýli, saman ber að hann er þingmanns laus í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.

 

Ættarfylgið hefur ekki skilað sér inn í þéttbýlið við þjóðflutningana á mölina.

Og nú koma bændur æfir á flokksþingið yfir því að flokkurinn er á leiðinni inn í ESB.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Í aðalatriðum er flokkakerfið það sama og Jónas frá Hriflu lagði grunn að. Verkalýður á mölinni, bændur og auðstéttin, þrír flokkar. Í dag er að vísu erfitt að skilja þar á milli og því eru (þrí) fjórflokkarnir í vissri tilvistarkreppu. Flokkurinn sem ég stóð að stofnum (VG) er að vísu undantekning og flóknara fyrirbæri. Vandamál bændaflokka Evrópu er einnig viss tilvistarkreppa og sjálfseyðingarstefna. Við þessu hafa bændaflokkar brugðist við á tvennan hátt, þ.e. orðið ofstækisfullir fasistaflokkar eða þjóðernissinnaðir hægriflokkar. Sjálfseyðingarstefna Framsóknar er ágreiningur um Evrópusambandið og þjónkun við Nató. Í því sambandi er eðlilegt að Bjarni Harðar og fleiri yfirgefi flokkinn.

Rúnar Sveinbjörnsson, 16.1.2009 kl. 18:45

5 identicon

Rúnar, ég leyfi mér að efast um fullyrðingar þínar um hvernig bændaflokkar hara lifað af.

Svona til gamans má geta, þá er Venstre í Danmörku gamall bændaflokkur.

Góðar stundir. 

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband