Mikilvægt að senda alþjóðasamfélaginu sterk skilaboð.

Til þess að lágmarka það tjón sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur valdið íslenskum almenning er nauðsynlegt að Flokknum verði hafnað í komandi kosningum. Alþjóðlega auðvaldið veit þá að hér er  ekki við þræla að eiga, heldur stolta þjóð sem ekki lætur kúga sig. Skilaboðin eru við borgum ekki skuldir auðvaldsins, það er þeirra vandamál. Íslensk alþýða er saklaus og borgar það sem hún réttilega skuldar en ekki krónu meir. Framsóknarflokkurinn sem ekki þorir að opna bókhald sitt má gjarnan fylgja með, enda hefur hann týnt málstað sínum, samvinnuhugsjóninni og stolið sjóðum Samvinnuhreyfingarinnar. 


mbl.is Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Rúnar:Skuldir auðvaldsins, ertu ekki með á nótunum maður, skuldir glæpamanna áttu að segja, ekki rugla kapítalisma eða kommúnisma saman við svona glæpastarfsemi sem fram fór á vegum Bankanna, athafnir mafíunnar fölna og er í raun eins og saumaklúbbur í samanburði við gerðir þessara manna, menn sem gera svona tilheyra ekki stjórnmálaskoðunum þeir eru glæpamen og athafnir þeirra eru þjófnaður, ekki pólitík þarna þarf að gera greinarmun á milli, stjórnmál þurfa alltaf að snúast um a hafa hemil á sumum sem annars mundu kúga hinna, þau mega aldrei snúast um að kúga aðra til að við getum haft það gott, við getum öll lifað vel í þessum heimi ef  við skiptum ratlátlega .

Magnús Jónsson, 15.4.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband