Til hvers sjóður, ef ekki á að tryggja sveiflur?

Þegar lífeyrisjóðir voru settir á um 1967, var farin sú leið að byggja upp sjóð, sem geyma átti allan uppsafnaðan sparnað þar til taka lífeyris hæfist. Það eru því miður draumórar að hægt sé að geyma peninga, það sem hægt er að geyma er í raun atvinnustig, hendur og vit til að skapa auð.  Peningaeign getur ekki verið annað en endurspeglun á atvinnutekjum á þeim tímapunti sem peningar eru teknir út og notaðir. Ef atvinna í dag er lítil og framleiðsla, hefur það ekkert með það að gera hvað ég vann mér inn 1980 svo dæmi sé tekið. Væri hins vegar góðæri í dag gæti lífeyrisjóður minn greitt mér miðað við áunnin réttindi.

Niðurstaða mín er alls ekki megi skerða bætur, því það eitt dregur úr eftirspurn og atvinnu. Til hvers var þá þessi sjóðsöfnun? Var hún ef til vill bara skattur þegar allt kom til alls og bitlingur til sjóðstjórna og óhæfrar verkalýðshreyfingar? Eiga lífeyrisjóðir ekki að vera í ríkaramæli gegnumstreymisjóðir. 12% lífeyrisþegar þýðir 12% lífeyrisgjald og svo fr.


mbl.is Réttindi lækka um 6% út árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

´Eg tel að það er verið að brjóta her lög. Ertu búin að lesa smáaletrið í sambandi við áunninn rétt.

Anna , 22.5.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband