Linux, úræði í kreppunni.

Það er óþarfi að örvænta þó gamla tölvan sé orðin hæg, settu þá upp Ubuntu. Ubuntu er linux stýrikerfi sem kostar ekki krónu sjá hér. Þá eru einnig fleiri linuxkerfi fáanleg en Ubuntu, en ég hef ekki kynnt mér þau. Sjálfur hef ég  notað þetta stýrikerfi frá 2006 með góðum árangri. Í raun er greiðsla þín einungis falin í því að nota kerfið og tilkynna galla ef þú vilt, og ef forritið þitt er ekki á íslensku getur þú hjálpað við að íslenska það. Í Ubuntu eru það notendurnir sem þróa kerfið, ekki gróðafíknin. Linux er því úræði í kreppunni.
mbl.is Segja Microsoft ekki ganga nógu langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég mæli með að fólk skoði Linpus, sérstaklega ef fólk hefur í huga á að nota Linux stýrikerfi á fartölvu og þarf 3G stuðning.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.6.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Fyrir þá sem vilja prufa Ubuntu og vera með windows áfram þá er alveg upplagt að sækja sér Wubi lesa má meira um það á http://linux.easy.is/?p=4

Sævar Einarsson, 13.6.2009 kl. 10:29

3 identicon

Húrra fyrir þér Rúnar að nota Linux. Það hef ég gert í 10 - 12 ár, lengst af Mandrake/Mandriva en mér skilst að aðrar útgáfur eins og Ubuntu, Fedora og fl. hafi reynst prýðilega. Linux er ekki bara úrræði í kreppunn. Að nota Linux (sem getur reyndar flest jafn vel og betur en Windows) er líka framlag til þess að brjóta niður svívirðilega einokun/misnotkun MS á hugbúnaðarmarkaði. Hvers vegna skyldi forseti Kína hafa byrjað á að heimsækja Bill Gates þegar hann kom til Bandaríkjanna á sínum tíma en ekki forsetann? Vegna þess að Microsoft hefur hannað sérstaka Windows útgágu fyrir Kína, sem gerir stjórnvöldum kleift að stýra fylgjast með netnotkun og stýra henni. Notum líka OpenOffice, opinn skrifstofuhugbúnað í stað Office frá MS!

hágé.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 15:36

4 identicon

Ég fór fyrir 7 mánuðum að nota Ubuntu en hafði fram að því notað Windows. Ég hefði aldrei getað trúað því hversu þægar tölvur geta verið. Gerir ekkert nema það sem ég segi henni að gera

Aldrei á þessum 7 mánuðum hefur mér fundist ég þurfa á Windows að halda.

kv.

Egill

Egill H (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband