Vandræðagangur heimsauðvaldsins..

Það er nú þegar ljóst að þjónar heimskapítalismans hafa ekkert lært, sem kemur í raun ekki á óvart. Ástæðan er í raun einföld og barnaleg, pólitíkusum er það ekki meðfætt að viðurkenna mistök. Það sem hjálpar þeim í afneituninni er ótrúleg tryggð kjósenda við gamla flokkinn sinn. Talandi dæmi er aukið fylgi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnun, þrátt fyrir að það hafi verið samkvæmt stefnu flokksins og framkvæmd hans sem leiddu til hrunsins.

Viðbrögð heimsauðvaldsins bera öll einkenni ráðleysis og óskhyggju. Bandaríkin prenta peninga sem aldrei fyrr og Evrópusambandið, sem eru í raun ungt, þó það sé fætt andvana fatlað, finnur ekkert gagnlega en að finna blóraböggul sem er Ísland. Hins vegar er ekkert um ráð eða lausnir heldur á óráðsían að hald áfram. Ekki hefur örlað á aðgerðum við að uppræta vandann eða hjálp við að hafa hendur í hári útrásar glæpamannanna.

Því miður er ekkert sem bendir til þess að kreppa auðvaldsins sé að ganga til baka heldur er fleiri merki um það gagnstæða. Hvort Íslendingar samþykkja eða hafa Icesave skiptir því engu máli, því er trúlega best að samþykkja þá og kaupa frið. Eina lausn auðvaldsins á kreppu eru heimstyrjaldir, um það snýst málið. Ég kýs frið.



mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi,

við almenningur erum oftast bara leiksoppar

Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Kýstu líka frið um óréttlæti? Hvað með byltinguna?

Vésteinn Valgarðsson, 7.8.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það sem ég er að reyna að segja er að verkalýðurinn og alþýða þessa lands hefur ekki styrk vegna samstöðuleysis og áfalls, til raunhæfrar og árangursríkrar baráttu.. Það er engin raunhæf forysta til þess að leiða baráttuna. Ef aðild af ESB er felld, atvinnuleysi minnkar og það aftur fer að aukast t.d. vegna Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá gæti aftur farið að hrikta í.

Um frið. Það versta sem gæti gerst að verkalýður heimsins dragist inn í heimsvaldastríð og færu þar með að drepa hvern annan.

Rúnar Sveinbjörnsson, 8.8.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held ekki að það verði tilefni til stríðs þótt Ísland felli IceSave. Ef það vantar forystu, þá er bara að byggja hana upp, er það ekki? Varla er betra að bíða með það þangað til það fer að sjóða á katlinum?

Vésteinn Valgarðsson, 8.8.2009 kl. 13:03

5 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Það að byggja upp forystu er meira en að segja það.

Í vetur þegar þúsundir mótmæltu á götum úti var enginn forysta sem vísaði fram á veginn. Aðeins stjórnin burt, kosningar, reka seðlabankastjóra og fl,. hvað svo. Eftirmálann þekkjum við, kosningar allt óbreytt, nýir karlar og kerlingar í brúnni og Borgarahreyfing sem er andvana fædd.

Auðvaldskerfið byggir á því að byggja upp eftir kreppur og stríð og svo aftur að brjóta niður eftir þenslu og offramboð (með m.a. viðskiptabönnum og stríðum). Í þessu sambandi gegnir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiga miklu hlutverki. Ég hefði viljað að jafn mikil umræða hefði farið fram um sjóðinn þann og Icesave.

Rúnar Sveinbjörnsson, 8.8.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sama segi ég um IMF. Það er rétt hjá þér að búsáhaldabyltingin hafði ekki þá forystu sem hún hefði þurft, og kannski voru skilyrðin heldur ekki fyrir hendi. Þurfa ekki annars kratarnir að sýna það fyrst hvað þeir geta (eða geta ekki), áður en sannarlega byltingarsinnuð viðhorf komast á dagskrá? En hvað sem búsáhaldabyltingunni líður, þá hygg ég að aðalþátturinn sé eftir. Núverandi ríkisstjórn mun ekki afstýra áframhaldandi kreppu og tilheyrandi radikalíseringu. Spurningin er í hvaða farveg sú radikalísering mun fara. Ef vinstriróttæklingarnir styðja ríkisstjórnina eða vilja hlífa henni, þá munu hægriróttæklingar taka forystuna í staðinn.

Vésteinn Valgarðsson, 8.8.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband