Færsluflokkur: Bloggar
Mesta hættan í heimalandi Stalíns, Georgíu er Nató og reyndar heimsins alls. Er von til þess að Nató verði lagt niður. Við sem berjumst fyrir friði verðum að herða baráttuna.
Ísland úr Nató strax. Tilvera Nató byggist á stríði, ekki friði.
Reynt að stuðla að friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.8.2008 | 18:32 (breytt kl. 18:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég hef verið í fríi frá vinnu og bloggi, þó gat ég ekki setið á mér og að senda Ögmundi Jónassyni eftirfarandi pistil:
Nú er búið að stofna varnarmálaráðuneyti. Hver óvinurinn er gegnir öðru máli. Nefndir hafa verið til sögunar Rússar, Talibanar, hryðjuverkamenn og ef til vill fleiri.
Í dag er Ísland þátttakandi í árásarstríði í Afganistan og í hópi hinna viljugu í hernámi Íraks. Með vitlausri utanríkisstefnu er vissulega hægt að eignast óvini en þó er ég nokkuð viss að það muni þá helst bitna á fyrirtækjum, sendiráðum og Íslendingum erlendis. Ekki hef ég heyrt að milljarðarnir eigi að fara í annað en eltingarleik við fornar rússneskar flugvélar og er þetta brölt kallað loftrýmisgæsla eða einhvað enn vitlausara.
Í sömu viku og varnarmálaráðuneytið er opnað ríður jarðskjálfti yfir Suðurland. Í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kemur fram að hugsanlega hefði verið hægt að sjá fyrir um jarðskjálftann nokkrum stundum fyrr ef veðurstofan hefði fengið fé til að klára uppbyggingu hugbúnaðar sem les fljótt og rétt úr þeim upplýsingum sem fram komu í aðdraganda skjálftans, út frá þeim rannsóknum og gagnasöfnum sem til eru.
Í mínum huga er það óvéfengjanlegt að helsti óvinur Íslendinga eru náttúruöflin: jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð, sjávarflóð, ofsaveður og fleira. Varnir Íslands eru fólgnar í að verja okkur fyrir náttúruöflunum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hver mínúta getur verið dýrmæt og bjargað mannslífum.
Það er dapurlegt að heyra af óánægju og uppsögnum hjá stofnun eins og Veðurstofunni, vegna sparnaðar og rangra stjórnunarhátta, þegar hægt er að eyða óendanlega miklu í hégóma og hernaðarbrölt. Ísland á að vera í forystu í náttúruvísindum og væri það veglegt framlag til friðar og mannúðarmála. Þar eiga milljarðarnir heima.
Ísland úr Nató.
Leggjum varnarmálaráðuneytið niður þegar í stað og verjum sameiginlegum fjármunum okkar í þágu friðar og framfara.
Bloggar | 18.6.2008 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er þannig komið í Bandaríkjunum að ekkert getur stöðvað framgang Demókrata annað en stríð. Hugo Chavez er í verulegri hættu, ekki bara að hann ögri Bandaríkjastjórn heldur og ekki síst að ríkistjórna hans ræður yfir olíu.
Fallandi heimsveldi Bandakíkjana ógnar heiminum meir en stórfelldustu náttúruhamfarir. Mannkynið hefur ekkert lært!!
Bandaríkjamenn sakaðir um að rjúfa lofthelgi Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.5.2008 | 22:08 (breytt kl. 22:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Alls hafa 56 erlendir hermenn látið lífið í Afganistan á þessu ári og hafa flestir látist í árásum fjandmanna."
Hvað með þessa sem létust ekki í árás fjandmanna? Skotnir í bakið eða myrtir í Kjúklingastræti? Við verðum að fá nánari upplýsingar. Þó þetta sé stríð Geirs og Sollu, er það hvorki i í mínu nafni né meirihluta Íslendinga.
Tveir NATO-hermenn létu lífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.5.2008 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2008 | 20:31 (breytt kl. 21:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þinginu er að ljúka. Aldraður prófessor í lögum talar um Stjórnarskrá. Allt er þetta kunnugt og margleikið. Áhugi þingmanna er í orði en ekki á borði. Lögin verða ekki afnumin.
Þetta er ekki svona flókið, þegar skertur er lífeyrir almennings, með alkyns brellum og brögðum, hægt er að nefna svokallaða tekjutengingu og fleira. Þá er Stjórnarskráin ekki að bögglast fyrir mönnum.
Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.5.2008 | 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einkatölvur löglegar á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.5.2008 | 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kjarasamningar ASÍ og SA eru upp étnir, jafnvel þó svo að þeir hafi ekki hækkað meira en verðbólga síðasta árs. Enn og aftur verður verkafólk látið borga sukkið. Það dapurlega er að þetta var fyrirséð. Nú er verðbólgan komin í 12 - 50% eftir hvernig við reiknum. Það er tæp 12% síðustu 12 mánuði og 50% ef hún helds óbreytt út árið. ASÍ forystan hefur misst allan trúverðugleik og á að hætta, enda hægt um vik, flestir komnir á lífeyrisaldur.
Enn því miður situr verkafólk uppi með fjörga ára samning og forystu, sem kann ekki að skammast sín. Viðskiptaráðherrann "geðþekki" fulltrúi alþýðunnar og í flokki Samfylkingarinnar, blaðrar og blaðrar og "er að skoða málið í ráðuneytinu".
Verðbólgan skelfileg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég óska vinum og félögum gleðilegs sumars. Ég hef að undanförnu verið að kynna mér heilbrigðisþjónustuna, kostnaðarvitund mín hefur aukist mér til tjóns en er sjálfur að hressast.
Enn og aftur, af hverju er ekki hægt að borga þegar maður er heilbrigður og njóta þess þegar veikindi ber að. Ókeypis heilbrigðisþjónustu og í almannaeign.
Bloggar | 24.4.2008 | 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfylkingin varð til úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Sjálfur var ég í Alþýðubandalaginu, en gekk úr flokknum þegar sameining var ákveðin, m.a. vegna andstöðu við hernað og Nató. Ég veit að margir fyrrverandi félagar mínir úr Alþýðubandalaginu, einlægir friðarsinnar og hernaðarandstæðingar ákváðu að fylgja meirihlutanum. Ég spyr þessa gömlu félaga mína, því þegið þið. Voru gömlu hugsjónirnar kannski tómt djók eða bara komnir í góða stöðu?
Samtök hernaðarandstæðinga leita svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.4.2008 | 21:33 (breytt kl. 21:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- einarolafsson
- mariakr
- joiragnars
- kreppan
- veffari
- brell
- skessa
- gammon
- larahanna
- hlynurh
- semaspeaks
- ingolfurasgeirjohannesson
- birgitta
- blindur
- jensgud
- bjarnihardar
- gorgeir
- gullvagninn
- killjoker
- vest1
- vglilja
- pallheha
- siggith
- maggij
- thjalfi
- heimssyn
- huldumenn
- fullvalda
- bisowich
- raudurvettvangur
- nonniblogg
- steingrimurolafsson
- gutti
- thjodviljinn
- ulfarsson
- october-surprise
- proletariat
- vefritid
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar