Dönsk fyndni.

Vinnufélagi minn sem hafði verið við nám í Danmörk um nokkra ára skeið, sótti landið heim á 10 eða 20ára útskriftarafmæli sínu. Kátt var á hjalla eins og vænta mátti. Sagðar voru sögur og farið með gamanmál. Fyrst æstust leikar þegar einn skólafélaginn sagði Íslendingasögu. "Hvað haldið þið að Íslendingar geri? Þeir vinna og vinna allt upp í 60-70 tíma á viku til þess að skreppa til Spánar í tvær vikur"

Allt ætlaði um koll að keyra, menn grétu af hlátri. Þegar Danirnir voru að þurrka tárin, mótmælti félagi minn og sagði. "Þetta er alls ekki svona, þegar við Íslendingar ákveðum að fara til Spánar, þá förum við til Spánar. Við förum einfaldlega á ferðaskrifstofuna með kreditkortið okkar og kaupum okkur miða. Á Spáni fáum við peninga út á kortið okkar og lifum flott. Síðan þegar við komum heim fáum við létt taugaáfall þegar Vísareikningurinn kemur, en við semjum bara við bankann að skipta þessu á árið með ca. 20% vöxtum og förum svo að vinna og vinna í það minnsta 60-80 tíma á viku"

Svona er seinheppni okkar Íslendinga, enginn Dani hló! 


mbl.is Danir spara við sig í mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband