Þegar báturinn lekur.

Eftirfarandi grein er eftir Jan Myrdal og birtist í Þjóðviljanum 14. feb.1970:

Þegar báturinn lekur.

Þarna er smábóndi. Hann plægir. Bú hans er lítið. Mikið strit og lítil framleiðni. Við setjum hann þá undir hagræðingu. Þarna er hann kominn laus og liðugur. Hann vinnur ekki. hann er bara neytandi. Það borgar sig.

Hérna erum við að hanna bíl. Hann er vandaður, ryðgar ekki og það er auðvelt að gera við hann. Slíka bíla smíðum við ekki. Þeir ógna velferð okkar. Þá setjum við of litla kúlulegu hér og þarna komum við einhverju fyrir sem býður ryði heim. Þá eyðileggur bíllinn sig sjálfur á tveim árum. Það eykur velferðina. það borgar sig.

Þarna situr Svensen og horfir á Vietnamstríðið i sjónvarpi. Hann verður æstur. Borgir og þorp eru lögð í eyði. Stórar sprengjuflugvélar hella dauða yfir fólkið. Svensen segir: „Eyðilegging". Það sýnir að Svensen skilur ekki efnahagslífið í heiminum. Því bað þarf hergögn i þetta stríð. Miljónir manna fá vinnu. Hjólin snúast, reykháfarnir spúa, farmgjöldin hækka. Stríð borgar sig.

Segjum að þú sért einmitt orðinn fimmtugur og standir við rennibekkinn þinn. Þá sérð þú augu kíkja á þig gegnum litla gluggann á dyrunum. Þá veizt þú að þinn tími er liðinn. Þú ert óarðbær þar sem þú stendur. Þú eykur ekki framleiðnina fyrr en þér hefur verið sagt upp.

Það er dálítið dapurlegt að vera fimmtugur og missa gildi sitt. Það gerir ekkert til þótt þú verðir slæmur á taugum. Þá færð þú pillur. Ef þú étur mikið af pillum, skapar þú lyfjaiðnaðnum verkefni.

En þú mátt ekki verða svo dapur að þú hengir þig. Þá minnkar neyzlan. Því við búum í neyzluþjóðfélagi. Það er skylda þín að neyða meðan þér er séð fyrir peningum til að neyta fyrir.

Það væri að vísu hægt að skipuleggja þjóðfélagið öðruvísi. En það mundi samt ekki borga sig. Og ef þú efast um hagkvæmnina þá efast þú um undirstöðu þjóðfélagsins. Þá verður sonur þinn aldrei lögreglumaður.

 ★

Við erum öll á sama báti, það hafa menn oft sagt við þig, og það áttu að muna. Það kemur leki að bátnum. Þá segir vinnuveitandinn: — Sjáið bara. báturinn lekur.

Alvarlegu mennirnir með skjalamöppurnar segja:

— Einhver verður að yfirgefa bátinn.

Þá líta alir á þig. Svensen.

Og þú ert ágætur, Svensen, og þú stekkur fyrir borð og syndir burt í þokuna.

Svona stekkur hver á fætur öðrum. Það er hrópað frá báti til báts í þokunni:

— Einhver verður áð yfirgefa bátinn.

Og það er ekki nema rétt. Því að báturinn lekur.

En þó það sé rétt, þá er það einhver Svensen, sem byrjar að velta því fyrir sér, hvers vegna það sé einmitt hann sem á að stökkva? Og hann segir við félaga sína:

— Hvers vegna eru það alltaf við, sem erum „einhver"?

Og svo henda þeir vinnuveitandanum og skjalamöppumönnunum í sjóinn í staðinn og róa bátnum í land. Þar plægja þeir akrana og smíða bíla með réttum kúlulegum og án ryðvasa. Þeir halda það borgi sig betur að framleiða en framleiða ekki.

Þetta er æðislega ljótt. Það er kallað bylting og sósíalismi og ógnum við frelsið og skortur á hollustu við samfélagið.

En þú gætir nú samt hugsað um það.

 


mbl.is Spá 10% efnahagssamdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband