Færsluflokkur: Bloggar
Ágætu gestir.
Það hefur valdið mér pirringi að blogga eingöngu á fréttatengt efni hér á Moggabloggi. Það hefur þvældst fyrir mér að finna frétt við það sem ég er að hugsa. Engu að síður mun ég láta í mér heyra ef efni standa til varðandi umræðu hér á mb.is. Hvað um það þá hef ég einnig opnað síðu á Runars blog sem verður ef til vill persónulegri, hver veit. Alla vega ekki óbeint ritstýrð í gegnum mbl.is.
Bloggar | 9.10.2009 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fólk er rekið út af heimilum sínum heitir það í Mogganum og viðar "landnemabyggðir stækkaðar". Framferði Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum er glæpur gegn mannkyni. Andstaða Bandaríkjamanna er bara í orði.
Landnemabyggðir stækkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.9.2009 | 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Á meðan ekkert hefur komist að annað en Icsave, hefur mjög stór hópur fólks beðið með ákvarðanir. Því miður eru kostir ekki margir, að gefast upp hætta að borga eða sækja um lengri skuldaól. Vinnufélagi minn sýndi mér í dag stöðu sína sem er dæmigerð fyrir ungt fólk sem keypt hefur íbúð á undangegnum árum. Félagi minn sparaði og kom sér upp höfuðstól og tók svo lán fyrir afgagnaum. Sparnaðurinn er farinn og eignin stendur ekki undir lánum, hann keypti ódýra íbúð engin óráðsía. "Helst vill ég skila lyklinum og leigja" sagði hann "og byrja upp á nýtt." Engin úrræði leyfa það.
Þessi vandræði birtast líka fólki sem keypti húsnæði fyrir löngu og eiga en eftirstöðvar. Það gerir vísitölubindingin sem fylgir láninu en ekki laununum. Hjá mörgum liggur lausnin í að fá nýtt lán og kaupa eignina aftur.
Hverjir eru þeir svo sem við skuldarar skuldum? Í allflestum tilfellum okkur sjálfum. Í mínu tilfelli Lífeyrissjóðnum mínum, -sem ætlar að skapa mér áhyggjulaust ævikvöld-, en honum seldi ég húsbréf á afföllum á sínum tíma og svo íbúðarlánasjóði. Íbúðarlánasjóður er mín eign og annarra Íslendinga.
Frá stríðslokum og meira og minna til 1980 voru vextir neikvæðir, það borgaði sig að skulda. Það var svo um 1966 sem samið var um lífeyrissjóði. Fljótlega varð mönnum ljóst að það var til lítils að safna peningum sem brunnu svo upp í verðbólgunni. Krafan kom ekki síst frá verkalýðshreyfingunni um verðtryggingu lána og ekki síður launa.
Þetta rifja ég upp nú til þess að sýna að verðbætur er pólitísk ákvörðun. Það að breyta grunni lánskjaravísitölunnar í t.d. launavísitölu þ.e. meðaltal launahækkana í landinu, er spurning um pólitískar ákvarðanir. Reikna verður lánskjaravísitöluna upp á nýtt frá því í október í fyrra, á nýjum forsemdum.
Íslensk verkalýðshreyfing er óstarfhæf. Hún lenti í áfalli og þarf á áfallahjálp að halda. En eftir því megum við ekki vera að bíða. Núverandi forystu verður að skipta út fyrir baráttufólk.
Ég kall á aðgerðir til stuðnings alþýðuheimila. Ég kalla á eignatilfærslu frá óhófinu, í meðalhóf hins almenna manns. Það þarf ef til vill ekki svo mikið, málið er að skipta jafnt.
34 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.9.2009 | 18:09 (breytt kl. 19:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mannanna ekki lengur þörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.8.2009 | 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gleymum því ekki að þetta voru bara peningar sem við glötuðum og það illa fengnir. Við þurfum að handtaka og dæma afbrotamennina, sína heiminum fram á að við séum ekki að bugast heldur að eflast.
Að vísu hefur fólk látist en byggingar og samgöngumannvirki standa. Eldgos og aðrar náttúruhamfarir eru mun hættulegri. Sem sé hamfarir af mannavöldum, frjálshyggjan er sökudólgurinn.
Hrannar sendir Joly tóninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.8.2009 | 13:20 (breytt kl. 13:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nú þegar ljóst að þjónar heimskapítalismans hafa ekkert lært, sem kemur í raun ekki á óvart. Ástæðan er í raun einföld og barnaleg, pólitíkusum er það ekki meðfætt að viðurkenna mistök. Það sem hjálpar þeim í afneituninni er ótrúleg tryggð kjósenda við gamla flokkinn sinn. Talandi dæmi er aukið fylgi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnun, þrátt fyrir að það hafi verið samkvæmt stefnu flokksins og framkvæmd hans sem leiddu til hrunsins.
Viðbrögð heimsauðvaldsins bera öll einkenni ráðleysis og óskhyggju. Bandaríkin prenta peninga sem aldrei fyrr og Evrópusambandið, sem eru í raun ungt, þó það sé fætt andvana fatlað, finnur ekkert gagnlega en að finna blóraböggul sem er Ísland. Hins vegar er ekkert um ráð eða lausnir heldur á óráðsían að hald áfram. Ekki hefur örlað á aðgerðum við að uppræta vandann eða hjálp við að hafa hendur í hári útrásar glæpamannanna.
Því miður er ekkert sem bendir til þess að kreppa auðvaldsins sé að ganga til baka heldur er fleiri merki um það gagnstæða. Hvort Íslendingar samþykkja eða hafa Icesave skiptir því engu máli, því er trúlega best að samþykkja þá og kaupa frið. Eina lausn auðvaldsins á kreppu eru heimstyrjaldir, um það snýst málið. Ég kýs frið.
Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.8.2009 | 16:31 (breytt kl. 16:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Búnaðarbankinn (þá ríkisbanki) lánaði Björgúlfunum fyrir Landsbankanum, var kannski aldrei nein bjórverksmiðja í Rússlandi. Hvað um það, Björgúlfarnir lánuðu svo S-hópnum fyrir Búnaðarbankanum. Allt fyrir ekkert í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Takk fyrir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, má þjóðin ekki líka senda reikningana sína til ykkar.
Vegna athugasemdar, hér að neðan frá Önnu Kristjáns, birti ég mynd frá ráninu á Búnaðarbankanum, meðan málið er rannsakað.
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.7.2009 | 20:35 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mannskæð sprengjuárás í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.6.2009 | 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Segja Microsoft ekki ganga nógu langt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.6.2009 | 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef sá samningur, sem Steingrímur er nú að undirrita, hefði verið borinn upp á Landsfundi VG, hefði hann umsvifalaust verið feldur. Ég get vitnað í ótal samþykktir því til staðfestingar en nenni því ekki.
Nú er það svo, að það er meira segja lögfræðilegt álitamál hvort Íslendingum beri nokkur skylda að greiða fyrir klúður EBS varðandi ábirgðir. Trúlega værum við en að hökta í 12 mílunum hefði þessi áhöfn verið við stýrið hér um árið. Allavega veit ég hvað bíður lífeyðisparnaðar míns, hann fer til millistéttarinnar í gömlu Nýlenduveldum Evrópusambandsins.
Helvítis fokking fokk.
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2009 | 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
- einarolafsson
- mariakr
- joiragnars
- kreppan
- veffari
- brell
- skessa
- gammon
- larahanna
- hlynurh
- semaspeaks
- ingolfurasgeirjohannesson
- birgitta
- blindur
- jensgud
- bjarnihardar
- gorgeir
- gullvagninn
- killjoker
- vest1
- vglilja
- pallheha
- siggith
- maggij
- thjalfi
- heimssyn
- huldumenn
- fullvalda
- bisowich
- raudurvettvangur
- nonniblogg
- steingrimurolafsson
- gutti
- thjodviljinn
- ulfarsson
- october-surprise
- proletariat
- vefritid
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar