Færsluflokkur: Bloggar

Þegar báturinn lekur.

Eftirfarandi grein er eftir Jan Myrdal og birtist í Þjóðviljanum 14. feb.1970:

Þegar báturinn lekur.

Þarna er smábóndi. Hann plægir. Bú hans er lítið. Mikið strit og lítil framleiðni. Við setjum hann þá undir hagræðingu. Þarna er hann kominn laus og liðugur. Hann vinnur ekki. hann er bara neytandi. Það borgar sig.

Hérna erum við að hanna bíl. Hann er vandaður, ryðgar ekki og það er auðvelt að gera við hann. Slíka bíla smíðum við ekki. Þeir ógna velferð okkar. Þá setjum við of litla kúlulegu hér og þarna komum við einhverju fyrir sem býður ryði heim. Þá eyðileggur bíllinn sig sjálfur á tveim árum. Það eykur velferðina. það borgar sig.

Þarna situr Svensen og horfir á Vietnamstríðið i sjónvarpi. Hann verður æstur. Borgir og þorp eru lögð í eyði. Stórar sprengjuflugvélar hella dauða yfir fólkið. Svensen segir: „Eyðilegging". Það sýnir að Svensen skilur ekki efnahagslífið í heiminum. Því bað þarf hergögn i þetta stríð. Miljónir manna fá vinnu. Hjólin snúast, reykháfarnir spúa, farmgjöldin hækka. Stríð borgar sig.

Segjum að þú sért einmitt orðinn fimmtugur og standir við rennibekkinn þinn. Þá sérð þú augu kíkja á þig gegnum litla gluggann á dyrunum. Þá veizt þú að þinn tími er liðinn. Þú ert óarðbær þar sem þú stendur. Þú eykur ekki framleiðnina fyrr en þér hefur verið sagt upp.

Það er dálítið dapurlegt að vera fimmtugur og missa gildi sitt. Það gerir ekkert til þótt þú verðir slæmur á taugum. Þá færð þú pillur. Ef þú étur mikið af pillum, skapar þú lyfjaiðnaðnum verkefni.

En þú mátt ekki verða svo dapur að þú hengir þig. Þá minnkar neyzlan. Því við búum í neyzluþjóðfélagi. Það er skylda þín að neyða meðan þér er séð fyrir peningum til að neyta fyrir.

Það væri að vísu hægt að skipuleggja þjóðfélagið öðruvísi. En það mundi samt ekki borga sig. Og ef þú efast um hagkvæmnina þá efast þú um undirstöðu þjóðfélagsins. Þá verður sonur þinn aldrei lögreglumaður.

 ★

Við erum öll á sama báti, það hafa menn oft sagt við þig, og það áttu að muna. Það kemur leki að bátnum. Þá segir vinnuveitandinn: — Sjáið bara. báturinn lekur.

Alvarlegu mennirnir með skjalamöppurnar segja:

— Einhver verður að yfirgefa bátinn.

Þá líta alir á þig. Svensen.

Og þú ert ágætur, Svensen, og þú stekkur fyrir borð og syndir burt í þokuna.

Svona stekkur hver á fætur öðrum. Það er hrópað frá báti til báts í þokunni:

— Einhver verður áð yfirgefa bátinn.

Og það er ekki nema rétt. Því að báturinn lekur.

En þó það sé rétt, þá er það einhver Svensen, sem byrjar að velta því fyrir sér, hvers vegna það sé einmitt hann sem á að stökkva? Og hann segir við félaga sína:

— Hvers vegna eru það alltaf við, sem erum „einhver"?

Og svo henda þeir vinnuveitandanum og skjalamöppumönnunum í sjóinn í staðinn og róa bátnum í land. Þar plægja þeir akrana og smíða bíla með réttum kúlulegum og án ryðvasa. Þeir halda það borgi sig betur að framleiða en framleiða ekki.

Þetta er æðislega ljótt. Það er kallað bylting og sósíalismi og ógnum við frelsið og skortur á hollustu við samfélagið.

En þú gætir nú samt hugsað um það.

 


mbl.is Spá 10% efnahagssamdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingar vegna fréttar!!

Eg vill vekja athygli á grein Andra Snæ Magnasonar. Úr einu ruglinu í annað.



mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Að sigra heiminn er eins og að spila á spil"

Steinn Steinar:

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði.

Og þótt þú tapir það gerir ekkert til
því það er nefnilega vitlaust gefið.

Hanna Lára duglegur bloggari rifjaði þetta þennan kveðskap Steins Steinars. Ég hef verið hugsi yfir innihaldi þessa ljóðs sem ég dáði á mínum unglingsárum vegna innihaldi þess.

Hugsum okkur auðvaldið sitja að spilum við okkur launþega og rangt er gefið. Þá er gefið aftur og auðvaldið heldur trommumun og ásunum en við fáum hundana.

Hvernig væri að við færum að reglum.

 

 


mbl.is Ráðherrar funda um stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður einkavæddur?

Ég man ekki betur en að í nýútkomni skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segði að hér væri allt í besta lagi, nema eftir væri að einkavæða Íbúðarlánasjóð.

Hvað ef við hefðum rokið til og farið að ráðleggingum "bjargvættanna" í IMF? Þorir einhver að hugsa þá hugsun til enda?


mbl.is Bíða niðurstaðna sérfræðinga IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland úr NATÓ strax.

Ég læt ekkert tækifæri ónotað til að minna á hve Nató er tilgangslaust. Nú eru óvinirnir sjóræningjar. Er þetta ef til vill grín.
mbl.is NATO gegn sjóræningjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Enginn gat séð þetta fyrir" eða hvað

,,Enginn gat séð þetta fyrir"?? Tuða ráðherrar aftur og aftur

Í upphafi árs skrifaði ég grein á vef Ögmundar Jónassonar.

 AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á EIGIN GJÖRÐUM

Stuttu seinna benti ég á lausn:

 Þjóðnýtum bankana!

Svo virðist að hinn venjulegi alþýðumaður hafi ekki síður vit á hagfræði. Hvað er verið að kenna þarna í háskólanum. Er Karl Marx ekki skyldulesning?


mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að elta uppi gamlar Rússneskar flugvélar - Ísland hætti við framboð til Öryggisráðsins.

Hættum að elta uppi gamlar Rússneskar flugvélar. Ísland hætti við framboð til Öryggisráðsins.

Eins og við munum höfum við verið að láta Nató hervélar elta uppi gamlar flugvélar frá vinum okkar Rússum. Segjum upp þessum samningum og segjum okkur úr Nató.  Við höfum ekki efni á svona kaldstríðsleik. 

Þá liggur það fyrir að Íslendingar geta ekki tekið þátt í Öryggisráðinu. Smáþjóð sem ekki getur lifað án ölmussu frá hinum ríku eða öflugu getur heldur ekki tekið málefnalega afstöðu til mála í Öryggisráðinu.


mbl.is Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg viðbrögð að dreifa athyglinni.

Eðlileg viðbrögð að dreifa athyglinni.

Það eru eðlileg viðbrögð hjá Björgúlfi að dreifa athygli fólks á núverandi vanda og reyna að gerast píslavottur, eins og nú árar.


mbl.is Krefjast opinberrar rannsóknar á Hafskipsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki erfiðir gjalddagar framundan hjá flestum, er það frétt?

Stór hluti þjóðarinnar aðallega ungt fólk, sér ekki hvernig það á að komast í gegn um næstu mánaðamót. Afborganir hafa hækkað langt umfram 20 þúsundin, sem launþegum voru skammtaðar  í síðustu samningum. Einnig eru skuldirnar komnar langt umfram eignir.

Voru það ekki bankarnir sem reyndu að yfirbjóða Íbúðalánasjóð með lægri vöxtum (reyndar með blekkingum) og 100% lánum sem keyrði svo upp íbúðaverð. Sem svo aftur ýttu undir þensluna. 

Ef bankamenn hafa ekki vitað af aðstandandi vanda erlendu íbúðalánasjóðanna, þá hafa þeir ekki verið í vinnunni sinni. Ekki man ég hve lengi ég hef vitað af þessari tifandi tímasprengju. Það eru ár og ekki vinn ég við að ráðleggja fólki eða ráðskast með peninga þess. Ef að menn með miljónir á mánuði hafa ekki vitað það sem ég og flestir vissu, sem nenntu að lesa netið, velti ég fyrir mér menntun og þekkingu þessara manna. Þeir eru allavega ekki á vetur setjandi.


mbl.is Erfiðir gjalddagar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf Samfylkingarfólk heldur betur að hugsa sitt mál!

Með þessum ummælum er Geir H Haarde að staðfesta að Samfylkingin er hækja Sjálfstæðisflokksins. Ekki nóg með það heldur á að nota þessa hrækju til að rústa tryggingarkerfið, stolt gamla Alþýðuflokksins  og reyndar verkalýðshreyfingarinnar allrar. 


mbl.is Núverandi stjórnarsamstarf forsenda breytinga á sjúkratryggingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband